Emma Hayes svaraði fyrir sig með ljóði Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 17:45 Emma Hayes, þjálfari Chelsea, á góðri stundu á blaðamannafundi vísir/Getty Samskipti, eða samskiptaleysi jafnvel, þeirra Emmu Hayes, stjóra Chelsea og Jonas Eidevall stjóra Arsenal, eftir bikarúrslitleik liðanna á dögunum halda áfram að rata í fjölmiðla en Hayes tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag en á nokkuð óhefðbundin hátt. Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira