EM kvenna í fótbolta 2025

EM kvenna í fótbolta 2025

Evrópumót kvenna í fótbolta fer fram í Sviss dagana 2. til 27. júlí 2025.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Karó­lína: Hrika­lega næs

    Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Veit ekki hvað kom yfir mig“

    „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“

    „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ein­kunnir Ís­lands: Karó­lína Lea best meðal jafningja

    Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þýskar komu til baka í Pól­landi

    Þýska landsliðið er áfram með fullt hús stiga í A-deild undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. Þýskaland lagði Pólland 3-1 ytra í dag en um er að ræða þjóðirnar sem eru með Íslandi og Austurríki í riðli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Svein­dís Jane ó­brotin og fór ekki úr axlar­lið

    Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór hvorki úr axlarlið né axlarbrotnaði í leiknum gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 sem fram fór ytra í gær. Búist var við hinu versta eftir að Sveindís Jane yfirgaf völlinn vegna meiðsla á öxl í fyrri hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skýrsla eftir tap í Aachen: Svei þér Hendrich!

    Ís­lenska kvennalands­liðið í fót­bolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýska­landi á úti­velli í undan­keppni EM 2025 í kvöld. Að­stæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úr­slitum fyrir Ís­land. Veður­fars­lega voru að­stæður frá­bærar og inn á leik­vanginum var stemningin meðal þýskra á­horf­enda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðs­skrekk hjá okkar konum.

    Fótbolti