Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júlí 2025 08:01 Dyljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu og hefur lagt allt í sölurnar til þess að ná mótinu í Sviss Vísir/Anton Brink Diljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og þar með er draumur að rætast. Diljá hefur lagt allt í sölurnar yfir krefjandi tímabil til þess að ná þeim stað. Eftir að hafa sigrast á þrautagöngu og efasemdum uppsker hún rækilega núna. „Ólýsanleg tilfinning. Stolt og þakklát fyrir að vera hérna og fá að upplifa þetta,“ segir Diljá og framundan fyrsta stórmótið á EM í Sviss þar sem Ísland hefur leik gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Draumur að rætast. „Já klárlega. Þetta er það sem að maður hefur verið að vinna að, að vera í landsliðinu og þvílíkur heiður að fá að taka þátt í svona. Draumur að rætast.“ Klippa: Mörg gleðitár sem féllu Krefjandi meiðslatímabil hélt Diljá lengi vel frá fótboltavellinum og missti hún þar af leiðandi af landsliðsverkefnum. Hún efaðist sjálf á ákveðnum tímapunkti um það hvort EM draumurinn yrði að veruleika. „Það kom alveg tími þar sem að ég var ekkert svo viss. Þetta er búið að vera mjög krefjandi en að sama skapi gerði ég gjörsamlega allt til þess að vera klár og er stolt af mér fyrir að hafa lagt svona hart að mér og náð þessu. Fyrst og fremst bara mjög þakklát fyrir að vera hérna eftir þennan tíma. Frá fyrsta degi var markmiðið alltaf að stefna á EM og vera klár fyrir þetta mót því ég vissi að þetta myndi taka tíma en ég vissi á sama tíma að það væri möguleiki á að vera klár fyrir EM því það var í raun markmiðið, ekki að hugsa um einhverja leiki í deildinni með félagsliðinu eða þar fram eftir götunum. Það hafðist.“ Kallið í EM hópinn kom og út brutust tilfinningar og allt erfiðið skilaði sér í einhverju góðu. „Ég hefði eiginlega verið til í að eiga upptöku af því. Það voru mörg gleðitár, mikil gleði og smá sjokk að maður hefði í alvörunni náð þessu. “ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
„Ólýsanleg tilfinning. Stolt og þakklát fyrir að vera hérna og fá að upplifa þetta,“ segir Diljá og framundan fyrsta stórmótið á EM í Sviss þar sem Ísland hefur leik gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Draumur að rætast. „Já klárlega. Þetta er það sem að maður hefur verið að vinna að, að vera í landsliðinu og þvílíkur heiður að fá að taka þátt í svona. Draumur að rætast.“ Klippa: Mörg gleðitár sem féllu Krefjandi meiðslatímabil hélt Diljá lengi vel frá fótboltavellinum og missti hún þar af leiðandi af landsliðsverkefnum. Hún efaðist sjálf á ákveðnum tímapunkti um það hvort EM draumurinn yrði að veruleika. „Það kom alveg tími þar sem að ég var ekkert svo viss. Þetta er búið að vera mjög krefjandi en að sama skapi gerði ég gjörsamlega allt til þess að vera klár og er stolt af mér fyrir að hafa lagt svona hart að mér og náð þessu. Fyrst og fremst bara mjög þakklát fyrir að vera hérna eftir þennan tíma. Frá fyrsta degi var markmiðið alltaf að stefna á EM og vera klár fyrir þetta mót því ég vissi að þetta myndi taka tíma en ég vissi á sama tíma að það væri möguleiki á að vera klár fyrir EM því það var í raun markmiðið, ekki að hugsa um einhverja leiki í deildinni með félagsliðinu eða þar fram eftir götunum. Það hafðist.“ Kallið í EM hópinn kom og út brutust tilfinningar og allt erfiðið skilaði sér í einhverju góðu. „Ég hefði eiginlega verið til í að eiga upptöku af því. Það voru mörg gleðitár, mikil gleði og smá sjokk að maður hefði í alvörunni náð þessu. “
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira