
„Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.