Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Rúmlega fertugur maður var dæmdur í eins árs fangelsi í Héráðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts í biðskýli við Austurberg í Reykjavík og notfæra sér andlega annmarka 17 ára pilts í kynferðislegum tilgangi á gistiheimili við Flókagötu. Innlent 22. desember 2004 00:01
Sýknaður af manndrápsákæru Tvítugur maður var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var talinn hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og ekki gætt nægrar varúðar þegar árekstur við aðra bifreið olli banaslysi. Innlent 22. desember 2004 00:01
Dæmdur fyrir kynferðisbrot Rúmlega þrítugur karlmaður, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Innlent 22. desember 2004 00:01
4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurbjörn Sævar Grétarsson, fyrrverandi lögreglumaður á Patreksfirði, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm piltum. Auk þess var hann dæmdur til að greiða þeim samanlagt 2,4 milljónir króna í miskabætur. Innlent 22. desember 2004 00:01
Fékk tvö ár skilorðsbundin Nítján ára stúlka var dæmd í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir þjófnað, hylmingu og tilraun til fjársvika. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára þar sem stúlkan hefur snúið lífi sínu til betri vegar, hafið nám og hætt fíkniefnaneyslu og afbrotum. Innlent 22. desember 2004 00:01
Gætu orðið rasssíðir við að smala Landeigendur á Norðausturlandi eru undrandi yfir kröfum ríkisins um þjóðlendur í fjórðungnum. Þeir töldu að stjórnvöld hefðu dregið einhvern lærdóm af nýlegum Hæstaréttardómi vegna jarðamála í uppsveitum Biskupstungna. Ríkið gerir kröfu um 95 prósent lands Brúar í Jökuldal. </font /></b /> Innlent 19. desember 2004 00:01
15 mánaða dómur fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tvo karlmenn í dag í fimmtán mánaða fangelsi hvorn fyrir kókaínsmygl og fyrir að reyna að koma sér hjá því að greiða aðflutningsgjöld af hnefaleikabúnaði. Innlent 17. desember 2004 00:01
Dómari kallaði dóminn fjarstæðu Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Innlent 17. desember 2004 00:01
Dæmd fyrir fíkniefnainnflutning Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu á fertugsaldri í fimmtán mánaða fangelsi og 25 ára mann í tíu mánaða fangelsi vegna fíkniefnabrota sem þau frömdu í ágóðaskyni í febrúar á þessu ári. Til frádráttar dómunum kemur gæsluvarðhaldsvist beggja frá 12. til 20 febrúar. Innlent 14. desember 2004 00:01
Alþingi greiði manni 3,2 milljónir Alþingi var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða manni 3,2 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í júlí árið 2001 í bílageymslu í kjallara nýbyggingar þjónustuskála Alþingis. Innlent 14. desember 2004 00:01
Dómur fyrir stuld á 1031 krónu 25 ára gamall maður var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stela matvörum að verðmæti 1031 króna í verslun 11-11 við Skúlagötu í ágúst síðastliðnum. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og því kom ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna. Hinn ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Innlent 13. desember 2004 00:01
Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, tilraun til fjársvika og fjársvik, þjófnað, hylmingar og vopnalagabrot. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. Innlent 10. desember 2004 00:01
Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir þremur mönnum fyrir að hafa kveikt í húsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík í fyrrasumar og stefnt lífi þriggja íbúa í hættu. Mennirnir kveiktu í húsinu eftir að einn þeirra sparkaði gat á útidyrahurð og hellti þar inn tíu lítrum af bensíni. Innlent 9. desember 2004 00:01
Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan mann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Þá var maðurinn einnig dæmdur til greiðslu 260 þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingar í þrjú fyrir að keyra ítrekað undir áhrifum áfengis.</font /> Innlent 8. desember 2004 00:01
Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Tvítugur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tólf mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Málsatvik eru þau að árásarmaðurinn stakk annan mann fjórum sinnum með hnífi, í áflogum utan við skemmtistaðinn Broadway, svo af hlutust fjögur 2-8 sentímetra djúp sár. Innlent 7. desember 2004 00:01
Mistök við breytingu erfðafjárlaga Sex systkin sleppa við að greiða tæpar sex milljónir króna í erfðafjárskatt eftir lát foreldra þeirra vegna mistaka við breytingu á erfðafjárlögum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Innlent 3. desember 2004 00:01
Dómur fyrir brot gegn 5 ára stúlku Tuttugu og eins árs karlmaður var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til sjö mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku. Telpan greindi frá því að maðurinn, sem er kærasti eldri systur hennar, hafi oftar en einu sinni nuddað og kysst kynfæri sín. Innlent 3. desember 2004 00:01
Bætur vegna barnsláts fyrir dómi Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Innlent 3. desember 2004 00:01
Spilaði tölvuleik eftir vopnað rán Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 2. desember 2004 00:01
Fær bætur vegna uppsagnar Hæstiréttur dæmdi Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli til að greiða fyrrum starfsmanni bætur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Innlent 2. desember 2004 00:01
Dæmdur fyrir líkamsárásir Hæstiréttur staðfesti átta mánaða fangelsisdóm Héraðsdóm Austurlands yfir manni fyrir þrjár líkamsárásir. Árásirnar framdi maðurinn á hálfs árs tímabili frá desember árið 2002 til maí árið 2003. Innlent 2. desember 2004 00:01
Sló mann með bjórflösku Hæstiréttur staðfesti þrjátíu daga fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórflösku. Sá sem varð fyrir árásinni missti framtönn. Innlent 2. desember 2004 00:01
Ríkinu gert að bæta hreindýrakjöt Íslenska ríkið er bótaskylt, samkvæmt dómi Hæstaréttar, vegna hreindýrakjöts sem hvarf úr vörslu lögreglunnar en áður hafði lögreglan lagt hald á kjötið. Innlent 2. desember 2004 00:01
Sluppu við að greiða skattinn Sex erfingjar sem fengu samanlagt um 65 milljónir króna í arf þurfa engan erfðafjárskatt að greiða. Ástæðan eru mistök sem gerð voru við lagasetningu. Sýslumaðurinn í Reykjavík rukkaði erfingjana um tæpar sex milljónir króna í erfðafjárskatt en Hæstiréttur dæmdi í gær að engin heimild hefði verið fyrir skattlagningunni. Innlent 2. desember 2004 00:01
Hasssending stíluð á föðurinn Ungur maður er ákærður fyrir að flytja inn fimmtán kíló af hassi með föður sínum og tveimur jafnöldrum sínum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið í dekkjasendingu sem hann sótti á vöruhótel Eimskips. </font /></b /> Innlent 1. desember 2004 00:01
Vilja endurgreiða í Lató-peningum Latibær ehf. hefur ekki ákveðið hvort dómi um að hann skuli endurgreiða lán frá Nýsköpunarsjóði, með hlutabréfum upp á tugi milljóna, verði áfrýjað. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að þeir vilji helst endurgreiða með Lató-peningum. Innlent 30. nóvember 2004 00:01
Fyrrverandi forstjóri SÍF sýknaður Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, var í dag sýknaður af öllum ákærum um brot í starfi sem endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna á síðasta áratug. Innlent 30. nóvember 2004 00:01
Synjun gjafsóknar í bága við lög Afgreiðsla gjafsóknarnefndar og þar með dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á gjafsóknarmáli byggðist ekki á lögmætum og málefnalegum forsendum, að áliti Umboðsmanns Alþingis. Innlent 29. nóvember 2004 00:01
Latibær greiði í hlutabréfum Latibær ehf. var í dag dæmdur til að greiða Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Sjóðurinn byggði kröfu sína á 20 milljóna króna láni til Latabæjarverkefnisins en í lánssamningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu lánsins. Viðskipti innlent 29. nóvember 2004 00:01
Ríkið greiði 2,5 milljóna bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni á fimmtugsaldri 2,5 milljónir króna í bætur. Maðurinn var starfsmaður á Hótel Íslandi árið 1995 þegar hann lenti í miklum átökum við drukkinn gest. Í kjölfar atburðarins var maðurinn úrskurðaður 25% öryrki. Innlent 25. nóvember 2004 00:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent