Nauðgaði eiginkonu sinni og kom fyrir GPS-tæki í bíl hennar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2018 12:47 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómnum yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu. Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Fyrir þessi brot hefur ákærði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá var honum einnig gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 1,6 milljón króna í skaðabætur auk hluta málskostnaðar. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómnum yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu. Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Fyrir þessi brot hefur ákærði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá var honum einnig gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 1,6 milljón króna í skaðabætur auk hluta málskostnaðar. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira