Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2018 06:00 Mál mannsins hefur legið eins og mara á mörgum aðstandendun bocciaiðkenda á Akureyri og haft mjög neikvæð áhrif á félagsskapinn. Vísir/Pjetur Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúmlega tvítugri, þroskaskertri stúlku sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Samkvæmt ákæru er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasamfélagsins munu grunsemdir um háttsemi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeigandi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tímafrekari en ella.Sjá einnig: Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðlilegum hætti gagnvart öðrum iðkendum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maðurinn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofningsins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hótunum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð í júní. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúmlega tvítugri, þroskaskertri stúlku sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Samkvæmt ákæru er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasamfélagsins munu grunsemdir um háttsemi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeigandi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tímafrekari en ella.Sjá einnig: Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðlilegum hætti gagnvart öðrum iðkendum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maðurinn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofningsins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hótunum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37