Skaðabótamáli konu vegna afleiðinga nauðgunar vísað frá dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Meint nauðgun er sögð hafa orðið á Ísafirði. Vísir/pjetur Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00
Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00