

Dómsmál
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Tilkynnti ekki um andlát föður og millifærði milljónir af bankareikningi hans
Tæplega sextug kona hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt með því að hafa millifært 2,2 milljónir króna af reikningi nýlátins föður síns sem búsettur var á norðvesturlandi.

Nova og Sýn sýknuð af kröfum Símans
Nova, Samkeppniseftirlitið, Sýn og Sendafélagið voru í morgun sýknuð af stefnu Símans í máli sem snerist að aðgerð Nova og Sýnar til að samnýta tíðiniheimildir félaganna í sérstöku rekstrarfélagi, fyrrnefndur Sendafélagi.

Ár bak við lás og slá fyrir steikarpönnuárás á Hrauninu
Hrannar Páll Róbertsson, 31 árs karlmaður, hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í eldhúsaðstöðu fanga á Litla-Hrauni í apríl í fyrra.

Sýknað af broti á lögum um vínauglýsingar
Einkahlutafélag var í Landsrétti í gær sýknað af ákæru um brot gegn áfengisauglýsingum.

Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni.

Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur
Bandarískur ferðamaður hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi er hann ók á kyrrstæðan bíl á Reykjanesbraut í fyrra. Maður slasaðist lífshættulega. Kröfu um farbann var hafnað og fór ferðamaðurinn til síns heima.

Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna
Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum.

Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi
Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert.

Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik
Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason.

Húsleitir beindust að nýdæmdum mönnum
Húsleitir á átta stöðum í febrúar beinast að mönnum er voru dæmdir í sama mánuði fyrir innherjasvik. Báðir grunaðir um skattalagabrot. Rannsóknin lýtur einnig að meintri vændissölu og annarri umfangsmikilli brotastarfsemi.

Spyr um kostnað við dómaraskipun
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt.

Skipunartími sýslumannsins rennur sitt skeið um næstu áramót
Skipunartími sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót, en Þórólfur Halldórsson var skipaður í embættið 1. janúar 2015.

50 milljóna króna bætur
Síminn hf. var fyrir helgi dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða TSC ehf. 50 milljónir króna í bætur vegna samkeppnislagabrota.

Fór með réttindi fanga fyrir Hæstarétt og vann
Helgi Magnússon háði baráttu fyrir kosningarétti og braut blað í réttindamálum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi.

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að valda dauða 16 manns
Maðurinn, Jaskirat Singh Sidhu, er talinn hafa sýnt af sér ógætilegt aksturslag sem leiddi til mannskæðs áreksturs.

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna
Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna.

Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað
Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur.

Freyja heldur ótrauð áfram
Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin.

Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur
Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni.

Freyja sigraði í Landsrétti
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag.

Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér
Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017.

Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu
Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans.

Allir ósáttir við makrílútspil
Viðbrögð sjávarútvegsráðherra við makríldómum Hæstaréttar virðast síst hafa orðið til að lægja öldurnar. Lagt er til að makríll verði kvótasettur fyrir komandi vertíð og fá menn ýmist of lítið eða of mikið.

Dæmd til að greiða tæpar 11 milljónir í bætur vegna leyndra galla á húsi
Kaupendur töldu sig vera að fá vandaða eign þar sem fagmenn höfðu séð um frágang, svo reyndist ekki vera.

Sjómannafélag Íslands vill hunsa úrskurð Félagsdóms
Hafa engin áform uppi um að endurtaka kosningar til stjórnar.

Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur
Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna.

Seldi eigur sambýliskonu sinnar á Facebook eftir að hún flúði í Kvennaathvarfið
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 750 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar hann neitaði að afhenda henni eigur hennar eftir að þau slitu samvistum.

Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi
Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum.

Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir samfellda brotahrinu
Maðurinn var handtekinn á fimmtudag þegar hann réðst á mann í íbúð vegna sverðs sem lögreglan hafði lagt hald á.

Tíminn verði að leiða í ljós hvað verði um dómarana fjóra
Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni.