Aðstoðuðu körfuboltakempu við að bjarga bát og fá björgunarlaun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 15:15 Hafsólin lenti í vanda við Drangey í Skagafirði. Getty/Subtik VÍS, tryggingarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Drangeyjarferðir ehf. þarf að greiða Útgerðarfélagi Skagfirðinga 2,5 milljónir í björgunarlaun eftir að bátnum Hafsól SK-96 var bjargað frá altjóni við Drangey á síðasta ári. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls og starfsmaður Drangeyjarferða, lék lykilhlutverk í björgun bátsins ásamt áhöfn útgerðarfélagsins. Ágreiningslaust var um að útgerðarfélagið ætti rétt á björgunarlaunum en deilt var við VÍS um hversu há þau ættu að vera. Útgerðin vildi sex milljónir en tryggingafélagið bauð í fyrstu 650 þúsund. Útgerðarfélagið sætti sig ekki við og höfðaði því mál.Startarinn bilaði og veðrið versnaði Þann 29. júlí á síðasta ári sigldi Hafsól út í Drangey með hóp ferðamanna í blíðskaparveðri. Við komuna í litla vík á eynni varð Viggó Jónsson, skipstjóri bátsins og faðir Helga Rafns, var við brunalykt. Í ljós kom að startari vélarinnar var bilaður og ekki var hægt að koma vélinni í gang. Feðgarnir starfrækja Drangeyjarferðir saman.Helgi Rafn, númer 14, í leik með Tindastól.vísir/daníelFékk skipstjórinn annan bát til þess að ferja ferðamennina í land ásamt Helga Rafni. Gerðar voru ráðstafanir til að fá nýjan startara. Um kvöldið var startarinn kominn til Sauðárkróks. Fékk Helgi Rafn Hans Björnsson á bátnum Kristínu SK-077 til þess að ferja sig út í eynna með startarann, ásamt tveimur viðgerðarmönnum. Þá hafði veður hins vegar farið versnandi og hvert ólagið á fætur öðrum, með brimsköflum, komið inn í víkina. Þá fékk Helgi Rafn þau skilaboð að Hafsól hefði losnað og veltist um í grjótinu við við Drangey. Hafði sjólag versnað töluvert. Hafði Viggó þá stokkið úr Hafsól þar sem hún lá á steinunum og við það lent í sjónum. Eyðilögðust báðir símar Viggós við þetta. Á meðan Helgi Rafn ræddi við lögreglumann á Sauðárkróki komu skipverjar um borð í Kristínu auga á Hafsól. Tókst Helga Rafni og félögum að koma taug á milli Hafsólar og Kristínar. Hafði Helgi Rafn í framhaldin samband við lögreglu og tjáði þeim að allir væru fundnir heilir á húfi. Báturinn var dreginn úr víkinni og komust viðgerðarmenn um borð til að gera við startarann. Báturinn var svo dreginn til hafnar á Sauðárkróki eftir nokkuð vesen og kominn í höfn rúmum tveimur klukkustundum eftir að hann fannst.Útgerðarfélagið taldi áhöfnina hafa lagt sig í stórhættu Útgerðarfélag Skagfirðinga, sem eigandi Kristínar, krafðist þess að fá greidd björgunarlaun vegna björgunarinnar, alls um sex milljóna króna. VÍS, tryggingarfélag Drangeyjarferða, greiddi að loknum nokkrum deilum 1,4 milljónir króna í björgunarlaun vegna málsins, án þess þó að samþykkja að málinu væri lokið.Taldi útgerðarfélagið að fyrir lægi að skipverjar á Kristínu hafi bjargað Hafsól frá altjóni, og áhöfn útgerðarinnar lagt sjálfa sig og bátinn í stórhættu við að að sigla inn í þrönga stórgrýtta vík svo bjarga mætti bátnum. Því ætti útgerðin rétt á björgunarlaunum sem félagið taldi að væri um sex milljónir króna að tilteknum ýmsum þáttum.Málsvörn Vís og Drangeyjarferða byggðist hins vegar á að björgunarlaunin væru þegar greidd þar sem útgerðin hafði fengið 1,4 milljónir króna. Þá væru ónógar upplýsingar fyrir hendi um sjó- og veðurlag, sem og hvar nákvæmlega báturinn hafi verið staddur í víkinni. Ómögulegt væri því að meta hvort hættan hafi verið meiri en almennt sé í sambærilegum málum. Þá hafi engin gögn verið lögð fram um útgjöld og tjón björgunarmanna. Björgunarmenn og búnaður í hættuÍ niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé mat dómara að verulega hafi reynt á lagni og hæfni björgunarmanna þar sem aðstæður voru mjög slæmar vegna óveðurs og mikils öldugangs í víkinni. Björgunin hafi borist skjótt og tekist vel. Þannig hafi Hafsólinni verið bjargað frá altjóni sem orðið hefði ef björgunarmannanna hefði ekki notið við. Þá hafi með björguninni einnig verið komið í veg fyrir umhverfistjón á þessum stað en eyjan er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf. Því hafi, vegna veðurhamsins og öldugangsins, björgunarmenn lagt sig og búnað sinn í hættu með björgunaraðgerðinni. Horfa yrði þó til þess að björgunin tók ekki langan tíma. Þar sem siglingalög kveði á um að ákvarða þurfi björgunarlaun með það í huga að hvetja til björgunar mat dómurinn svo að hæfileg björgunarlaun væru 2,5 milljónir króna. Af þeim hefðu 1,4 milljónir króna þegar verið greiddar. Þá þurfa málsaðilar einnig að greiða útgerðarfélaginu 1,5 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenski körfuboltinn Skagafjörður Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Sjá meira
VÍS, tryggingarfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Drangeyjarferðir ehf. þarf að greiða Útgerðarfélagi Skagfirðinga 2,5 milljónir í björgunarlaun eftir að bátnum Hafsól SK-96 var bjargað frá altjóni við Drangey á síðasta ári. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls og starfsmaður Drangeyjarferða, lék lykilhlutverk í björgun bátsins ásamt áhöfn útgerðarfélagsins. Ágreiningslaust var um að útgerðarfélagið ætti rétt á björgunarlaunum en deilt var við VÍS um hversu há þau ættu að vera. Útgerðin vildi sex milljónir en tryggingafélagið bauð í fyrstu 650 þúsund. Útgerðarfélagið sætti sig ekki við og höfðaði því mál.Startarinn bilaði og veðrið versnaði Þann 29. júlí á síðasta ári sigldi Hafsól út í Drangey með hóp ferðamanna í blíðskaparveðri. Við komuna í litla vík á eynni varð Viggó Jónsson, skipstjóri bátsins og faðir Helga Rafns, var við brunalykt. Í ljós kom að startari vélarinnar var bilaður og ekki var hægt að koma vélinni í gang. Feðgarnir starfrækja Drangeyjarferðir saman.Helgi Rafn, númer 14, í leik með Tindastól.vísir/daníelFékk skipstjórinn annan bát til þess að ferja ferðamennina í land ásamt Helga Rafni. Gerðar voru ráðstafanir til að fá nýjan startara. Um kvöldið var startarinn kominn til Sauðárkróks. Fékk Helgi Rafn Hans Björnsson á bátnum Kristínu SK-077 til þess að ferja sig út í eynna með startarann, ásamt tveimur viðgerðarmönnum. Þá hafði veður hins vegar farið versnandi og hvert ólagið á fætur öðrum, með brimsköflum, komið inn í víkina. Þá fékk Helgi Rafn þau skilaboð að Hafsól hefði losnað og veltist um í grjótinu við við Drangey. Hafði sjólag versnað töluvert. Hafði Viggó þá stokkið úr Hafsól þar sem hún lá á steinunum og við það lent í sjónum. Eyðilögðust báðir símar Viggós við þetta. Á meðan Helgi Rafn ræddi við lögreglumann á Sauðárkróki komu skipverjar um borð í Kristínu auga á Hafsól. Tókst Helga Rafni og félögum að koma taug á milli Hafsólar og Kristínar. Hafði Helgi Rafn í framhaldin samband við lögreglu og tjáði þeim að allir væru fundnir heilir á húfi. Báturinn var dreginn úr víkinni og komust viðgerðarmenn um borð til að gera við startarann. Báturinn var svo dreginn til hafnar á Sauðárkróki eftir nokkuð vesen og kominn í höfn rúmum tveimur klukkustundum eftir að hann fannst.Útgerðarfélagið taldi áhöfnina hafa lagt sig í stórhættu Útgerðarfélag Skagfirðinga, sem eigandi Kristínar, krafðist þess að fá greidd björgunarlaun vegna björgunarinnar, alls um sex milljóna króna. VÍS, tryggingarfélag Drangeyjarferða, greiddi að loknum nokkrum deilum 1,4 milljónir króna í björgunarlaun vegna málsins, án þess þó að samþykkja að málinu væri lokið.Taldi útgerðarfélagið að fyrir lægi að skipverjar á Kristínu hafi bjargað Hafsól frá altjóni, og áhöfn útgerðarinnar lagt sjálfa sig og bátinn í stórhættu við að að sigla inn í þrönga stórgrýtta vík svo bjarga mætti bátnum. Því ætti útgerðin rétt á björgunarlaunum sem félagið taldi að væri um sex milljónir króna að tilteknum ýmsum þáttum.Málsvörn Vís og Drangeyjarferða byggðist hins vegar á að björgunarlaunin væru þegar greidd þar sem útgerðin hafði fengið 1,4 milljónir króna. Þá væru ónógar upplýsingar fyrir hendi um sjó- og veðurlag, sem og hvar nákvæmlega báturinn hafi verið staddur í víkinni. Ómögulegt væri því að meta hvort hættan hafi verið meiri en almennt sé í sambærilegum málum. Þá hafi engin gögn verið lögð fram um útgjöld og tjón björgunarmanna. Björgunarmenn og búnaður í hættuÍ niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé mat dómara að verulega hafi reynt á lagni og hæfni björgunarmanna þar sem aðstæður voru mjög slæmar vegna óveðurs og mikils öldugangs í víkinni. Björgunin hafi borist skjótt og tekist vel. Þannig hafi Hafsólinni verið bjargað frá altjóni sem orðið hefði ef björgunarmannanna hefði ekki notið við. Þá hafi með björguninni einnig verið komið í veg fyrir umhverfistjón á þessum stað en eyjan er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf. Því hafi, vegna veðurhamsins og öldugangsins, björgunarmenn lagt sig og búnað sinn í hættu með björgunaraðgerðinni. Horfa yrði þó til þess að björgunin tók ekki langan tíma. Þar sem siglingalög kveði á um að ákvarða þurfi björgunarlaun með það í huga að hvetja til björgunar mat dómurinn svo að hæfileg björgunarlaun væru 2,5 milljónir króna. Af þeim hefðu 1,4 milljónir króna þegar verið greiddar. Þá þurfa málsaðilar einnig að greiða útgerðarfélaginu 1,5 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenski körfuboltinn Skagafjörður Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent