Ósannað að milljónirnar frá mömmu hafi verið lán en ekki gjöf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 14:45 Frá Selfossi þar sem dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. vísir/vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann af kröfu dánarbús móður hans um að honum beri að endurgreiða dánarbúinu um 3,7 milljónir króna, auk vaxta, sem móðir hans lagði inn á hann á árunum 2009 til 2011. Taldi dómurinn ósannað í málinu að umrædd fjárhæð hefði verið lán, eins og dánarbúið hélt fram, en ekki gjöf eða styrkur líkt og sonurinn vildi meina. Dánarbúið hefði þurft að sanna að um lán hefði verið að ræða en tókst það ekki að mati dómsins og var maðurinn því sýknaður. Málið snerist um 22 skipti sem móðirin lagði fé inn á reikning sonar síns á árunum 2009 til 2011. Móðirin lést árið 2018 en hafði verið mjög veik. Hún var til að mynda lögð inn á bráðadeild Landspítalans árið 2011, fór í kjölfarið á lokaða heilabilunardeild og var svipt lögræði sama ár. Lögerfingjar konunnar voru tveir, fyrrnefndur sonur og hálfsystir hans, sammæðra. Í málflutningi sínum benti dánarbúið á að gögn málsins bentu til þess að mamman hefði verið að lána syninum pening. Hún hefði geymt öll gögn, kvittanir og millifærslur til sonarins og yfirleitt ljósritað gögnin í þríriti og geymt þau. Slíkt hefði verið tilgangslaust ef um gjafir eða styrki hefði verið að ræða. Þá geymdi hún kvittanir og yfirlit yfir millifærslur í umslögum sem merkt höfðu verið sem skuldir stefnda. Hefði raunverulega verið um gjafir að ræða hefði stefnda borið að tryggja sér sönnun um það, enda um háar fjárhæðir að ræða og margar greiðslur. Þá hefði skuld sonarins við móðurina komið fram á skattframtölum hennar frá árinu 2011 eftir að dóttirin sendi leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra. Einnig var byggt á því að gjafir eða styrkir teljast til skattskyldra tekna og ljóst hafi verið að greiðslur mömmunnar til sonarins hafi verið það háar að ekki hafi verið um tækifærisgjafir að ræða.Sagði móðurina alltaf hafa haft frumkvæði að greiðslunum Sonurinn mótmælti því að dánarbúinu hefði tekist að sanna að greiðslur móðurinnar til hans hafi verið lán. Byggði hann á því að mamman hefði alltaf haft frumkvæði að greiðslunum og oft sagt honum af hverju hún væri að greiða honum en aldrei talað um að greiðslurnar væru lán. Sonurinn sagðist aldrei hafa falast eftir láni frá móður sinni og að hann hefði ekki viljað slíkt lán. Það hefði kallað á endurgreiðslu sem hann hefði ekki getað ábyrgst. Í skattframtölum móðurinnar frá 2003 til og með 2010 taldi hún ekki fram kröfu á hendur stefnda. Stefndi taldi það styðja þá málsástæðu hans að hún hefði ekki hugsað greiðslurnar sem lán. Hálfsystir hans setji lánin fyrst á skattframtal mömmunnar árið 2011 og er því mótmælt að hún hafi haft umboð til þess. Sonurinn byggði á því að það hefði meira vægi sem sönnun hvað móðirin hefði sjálf sett inn á skattframtöl sín, en það sem dóttirin hefði sett þar inn eftir lögræðissviptingu mömmunnar. Þá sagði sonurinn að mamma sín hefði geymt kvittanir fyrir hverju sem var og mótmælti því að það að hún hefði geymt kvittanir teldist sönnun þess að hún hafi ætlað að krefja hann um endurgreiðslu. Í niðurstöðukafla dómsins segir svo (stefndi er sonurinn, stefnandi dánarbúið, A móðirin og C dóttirin): „Ljóst er að A sjálf taldi ekki fram skuldir stefnda við hana á skattframtölum, það gerist ekki fyrr en C dóttir hennar sendir leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra á árinu 2011, en um þær mundir mun A hafa verið lögð inn á heilabilunardeild. Það eina sem bendir til þess að stefndi hafi staðið í skuld við móður sína eru umslög sem hún merkti „skuldir B“ en ekki hefur verið upplýst í máli þessu hvaða kvittanir eða yfirlit yfir millifærslur hafi verið í þessum umslögum. Að mati dómsins liggur því ekki fyrir svo óyggjandi sé hver vilji A hafi verið í þessum efnum. Þá ber til þess að líta að ekki er óalgengt að foreldrar styrki börn sín án þess að ætlast til endurgreiðslu eða að um fyrirframgreiddan arf sé að ræða. Þá verður ekki fram hjá því horft að C, hálfsystir stefnda, annaðist gerð skattframtala fyrir móður sína, en sem erfingi í dánarbúinu hefur hún hagsmuni af því að umræddar greiðslur til stefnda teljist vera lán til hans sem honum beri að endurgreiða dánarbúinu. Eins og mál þetta er vaxið verður að telja að það standi stefnanda næst að sanna að greiðslur A til hans hafi verið lán sem honum beri að endurgreiða. Með vísan til alls framanritaðs verður að telja að sú sönnun hafi ekki tekist og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda.“ Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann af kröfu dánarbús móður hans um að honum beri að endurgreiða dánarbúinu um 3,7 milljónir króna, auk vaxta, sem móðir hans lagði inn á hann á árunum 2009 til 2011. Taldi dómurinn ósannað í málinu að umrædd fjárhæð hefði verið lán, eins og dánarbúið hélt fram, en ekki gjöf eða styrkur líkt og sonurinn vildi meina. Dánarbúið hefði þurft að sanna að um lán hefði verið að ræða en tókst það ekki að mati dómsins og var maðurinn því sýknaður. Málið snerist um 22 skipti sem móðirin lagði fé inn á reikning sonar síns á árunum 2009 til 2011. Móðirin lést árið 2018 en hafði verið mjög veik. Hún var til að mynda lögð inn á bráðadeild Landspítalans árið 2011, fór í kjölfarið á lokaða heilabilunardeild og var svipt lögræði sama ár. Lögerfingjar konunnar voru tveir, fyrrnefndur sonur og hálfsystir hans, sammæðra. Í málflutningi sínum benti dánarbúið á að gögn málsins bentu til þess að mamman hefði verið að lána syninum pening. Hún hefði geymt öll gögn, kvittanir og millifærslur til sonarins og yfirleitt ljósritað gögnin í þríriti og geymt þau. Slíkt hefði verið tilgangslaust ef um gjafir eða styrki hefði verið að ræða. Þá geymdi hún kvittanir og yfirlit yfir millifærslur í umslögum sem merkt höfðu verið sem skuldir stefnda. Hefði raunverulega verið um gjafir að ræða hefði stefnda borið að tryggja sér sönnun um það, enda um háar fjárhæðir að ræða og margar greiðslur. Þá hefði skuld sonarins við móðurina komið fram á skattframtölum hennar frá árinu 2011 eftir að dóttirin sendi leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra. Einnig var byggt á því að gjafir eða styrkir teljast til skattskyldra tekna og ljóst hafi verið að greiðslur mömmunnar til sonarins hafi verið það háar að ekki hafi verið um tækifærisgjafir að ræða.Sagði móðurina alltaf hafa haft frumkvæði að greiðslunum Sonurinn mótmælti því að dánarbúinu hefði tekist að sanna að greiðslur móðurinnar til hans hafi verið lán. Byggði hann á því að mamman hefði alltaf haft frumkvæði að greiðslunum og oft sagt honum af hverju hún væri að greiða honum en aldrei talað um að greiðslurnar væru lán. Sonurinn sagðist aldrei hafa falast eftir láni frá móður sinni og að hann hefði ekki viljað slíkt lán. Það hefði kallað á endurgreiðslu sem hann hefði ekki getað ábyrgst. Í skattframtölum móðurinnar frá 2003 til og með 2010 taldi hún ekki fram kröfu á hendur stefnda. Stefndi taldi það styðja þá málsástæðu hans að hún hefði ekki hugsað greiðslurnar sem lán. Hálfsystir hans setji lánin fyrst á skattframtal mömmunnar árið 2011 og er því mótmælt að hún hafi haft umboð til þess. Sonurinn byggði á því að það hefði meira vægi sem sönnun hvað móðirin hefði sjálf sett inn á skattframtöl sín, en það sem dóttirin hefði sett þar inn eftir lögræðissviptingu mömmunnar. Þá sagði sonurinn að mamma sín hefði geymt kvittanir fyrir hverju sem var og mótmælti því að það að hún hefði geymt kvittanir teldist sönnun þess að hún hafi ætlað að krefja hann um endurgreiðslu. Í niðurstöðukafla dómsins segir svo (stefndi er sonurinn, stefnandi dánarbúið, A móðirin og C dóttirin): „Ljóst er að A sjálf taldi ekki fram skuldir stefnda við hana á skattframtölum, það gerist ekki fyrr en C dóttir hennar sendir leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra á árinu 2011, en um þær mundir mun A hafa verið lögð inn á heilabilunardeild. Það eina sem bendir til þess að stefndi hafi staðið í skuld við móður sína eru umslög sem hún merkti „skuldir B“ en ekki hefur verið upplýst í máli þessu hvaða kvittanir eða yfirlit yfir millifærslur hafi verið í þessum umslögum. Að mati dómsins liggur því ekki fyrir svo óyggjandi sé hver vilji A hafi verið í þessum efnum. Þá ber til þess að líta að ekki er óalgengt að foreldrar styrki börn sín án þess að ætlast til endurgreiðslu eða að um fyrirframgreiddan arf sé að ræða. Þá verður ekki fram hjá því horft að C, hálfsystir stefnda, annaðist gerð skattframtala fyrir móður sína, en sem erfingi í dánarbúinu hefur hún hagsmuni af því að umræddar greiðslur til stefnda teljist vera lán til hans sem honum beri að endurgreiða dánarbúinu. Eins og mál þetta er vaxið verður að telja að það standi stefnanda næst að sanna að greiðslur A til hans hafi verið lán sem honum beri að endurgreiða. Með vísan til alls framanritaðs verður að telja að sú sönnun hafi ekki tekist og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda.“
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira