Tveir af þremur dæmdir fyrir að nauðga unglingsstúlku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 07:00 Brotin áttu sér stað í Reykjavík í febrúar 2017. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á sautjánda ári í húsnæði í Reykjavík í febrúar 2017. Þá þurfa þeir hvor fyrir sig að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna í miskabætur. Þriðji karlmaðurinn, sem er nær stúlkunni í aldri, var sýknaður í málinu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa brotið á stúlkunni hver fyrir sig í herbergi á heimili í Reykjavík með því að hafa „haft samfarir og önnur kynferðismök“ við stúlkuna án hennar samþykkis. Beittu þeir ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand stúlkunnar og yfirburðarstöðu þar sem stúlkan var stödd með ókunnugum mönnum fjarri öðrum. Í ákærunni yfir karlmönnunum sem voru dæmdir kom fram að þeir hefðu nýtt sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs- og þroskamunar þegar þeir höfðu samfarir við stúlkuna án hennar samþykkis. Yngri maðurinn var ákærður fyrir að hafa látið stúlkuna hafa munnmök við sig. Hann var sýknaður í málinu. Brot mannanna vörðuðu 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að nauðgun og hefur refsiramma upp á sextán ára fangelsi. Fyrir hönd stúlkunnar var þess krafist að mennirnir þrír greiddu sameiginlega fimm milljónir króna í miskabætur. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að þeir tveir sakfelldu ættu að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna hvor í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tveir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á sautjánda ári í húsnæði í Reykjavík í febrúar 2017. Þá þurfa þeir hvor fyrir sig að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna í miskabætur. Þriðji karlmaðurinn, sem er nær stúlkunni í aldri, var sýknaður í málinu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa brotið á stúlkunni hver fyrir sig í herbergi á heimili í Reykjavík með því að hafa „haft samfarir og önnur kynferðismök“ við stúlkuna án hennar samþykkis. Beittu þeir ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand stúlkunnar og yfirburðarstöðu þar sem stúlkan var stödd með ókunnugum mönnum fjarri öðrum. Í ákærunni yfir karlmönnunum sem voru dæmdir kom fram að þeir hefðu nýtt sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs- og þroskamunar þegar þeir höfðu samfarir við stúlkuna án hennar samþykkis. Yngri maðurinn var ákærður fyrir að hafa látið stúlkuna hafa munnmök við sig. Hann var sýknaður í málinu. Brot mannanna vörðuðu 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að nauðgun og hefur refsiramma upp á sextán ára fangelsi. Fyrir hönd stúlkunnar var þess krafist að mennirnir þrír greiddu sameiginlega fimm milljónir króna í miskabætur. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að þeir tveir sakfelldu ættu að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna hvor í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira