Pálína: Tilfinningin er alltaf jafngóð Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir liði Keflavíkur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 61-51 sigri í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 8. apríl 2011 22:33
Birna: Ég er rosalega stolt af liðinu Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, varð Íslandsmeistari í sjötta sinn á ferlinum í kvöld þegar Keflavík vann 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 8. apríl 2011 22:18
Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Körfubolti 8. apríl 2011 20:50
Keflavíkurkonur einum sigri frá titlinum - myndir Kvennalið Keflavíkur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á föstudagskvöldið eftir að liðið komst í gær í 2-0 í úrslitaeinvíginu á móti Njarðvík í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 6. apríl 2011 08:00
Sverrir: Gerðum of mikið af grundvallarmistökum "Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Njarðvík er heldur betur komið upp við vegg en eftir tapið í kvöld þá leiðir Keflavík einvígið 2-0. Leikurinn í kvöld var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unni 67-64. Körfubolti 5. apríl 2011 21:45
Keflavík vann í Ljónagryfjunni og er aðeins einum sigri frá titlinum Keflavíkurstúlkur eru aðeins einum sigri frá fjórtánda Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja stiga sigur á Njarðvík, 67-64, í Ljónagryfjunni í kvöld i öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Körfubolti 5. apríl 2011 20:55
Bíta Ljónynjurnar enn frá sér? Annar leikur lokaúrslita í Iceland Express deild kvenna fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld en þar tekur öskubuskulið Njarðvíkur á móti bikarmeisturum Keflavíkur. Körfubolti 5. apríl 2011 07:00
Anna María: Ég er keflvískur Njarðvíkingur Anna María Ævarsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur, á von á svakalegri rimmu gegn Keflavík í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna. Fyrsti leikurinn verður á heimavelli Kefalvíkur í dag klukkan 16.00. Körfubolti 2. apríl 2011 12:30
Sverrir: Sama hvaðan leikmenn koma Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Körfubolti 2. apríl 2011 09:30
Birna fyrst til að taka þátt í tíu úrslitaeinvígum um titilinn Birna Valgarðsdóttir fyrirliði Keflavíkurliðsins í Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður í eldlínuni í dag í fyrsta leik úrslitaeinvígisins á móti Njarðvík. Birna brýtur þá blað í sögu úrslitakeppni kvenna með því að verða fyrsti leikmaðurinn sem nær því að taka þátt í tíu úrslitaeinvígum um titilinn. Körfubolti 2. apríl 2011 08:00
Deildarmeistaralaus lokaúrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár Njarðvíkurkonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þegar þær slógu út deildarmeistara Hamars í oddaleik í Hveragerði í gærkvöldi. Þetta er aðeins í annað skiptið í 19 ára sögu úrslitakeppninnar sem deildarmeistarar komast ekki í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en síðast gerðist það fyrir fjórtán árum. Körfubolti 30. mars 2011 16:45
Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli "Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 29. mars 2011 21:46
Ólöf Helga: Lið með svakalegan karakter "Ég er í skýjunum og ég veit varla hvernig ég á að lýsa þessu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir að liðið tryggði sig inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Liðið lagði Hamar af velli í kvöld, 67-74, og mun mæta nágrönnum sínum í Keflavík í úrslitunum. Körfubolti 29. mars 2011 21:08
Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 29. mars 2011 20:54
Njarðvík leikur til úrslita gegn Keflavík - Hamar úr leik Njarðvík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Keflavík í Iceland Express deild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 74-67 sigur liðsins gegn deildarmeistaraliði Hamars í Hveragerði í kvöld. Njarðvík vann einvígið 3-2. Körfubolti 29. mars 2011 20:42
Keflavíkurkonur komnar í úrslit - myndir Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með því að slá út Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í gærkvöldi. Keflavík vann tvo síðustu leikina og einvígið 3-1. Keflavík var að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2008 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið í fimmtánda sinn frá upphafi. Körfubolti 28. mars 2011 08:30
Hrafn: Þetta er hræðilega sárt "Þetta er alveg hræðilega sárt,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-stúlkur eru komnar í sumarfrí eftir að hafa fallið úr leik gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express-deild kvenna, en einvíginu lauk með 3-1 sigri Keflavíkur. Körfubolti 27. mars 2011 21:55
Jón Halldór: Er með stelpur sem hafa spilað milljón svona leiki “Við ætluðum okkur í úrslit og því erum við í toppmálum,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild kvenna eftir 70-62 sigur gegn KR í fjórða leik liðana og einvíginu lauk því með 3-1 sigri suðurnesjastúlkna. Körfubolti 27. mars 2011 21:49
Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Körfubolti 27. mars 2011 21:37
Keflavíkurkonur í lokaúrslitin í fimmtánda sinn - unnu KR 70-62 Keflavík tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með átta stiga sigri á KR-konum, 70-62, í DHL-höllinni í kvöld. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavíkurkonur spila til úrslita um titilinn en janframt í fyrsta sinn síðan 2007 sem KR-liðið fer ekki alla leið í úrslit. Keflavík vann tvo síðustu leiki einvígisins og þar með einvígið 3-1. Keflavík mætir Hamar eða Njarðvík í lokaúrslitunum en þau spila oddaleik í Hveragerði á þriðjudagskvöldið. Körfubolti 27. mars 2011 21:00
Njarðvíkurkonur tryggðu sér oddaleik á móti deildarmeisturunum Kvennalið Njarðvíkur heldur sigurgöngu sinni áfram í Ljónagryfjunni í dag en liðið tryggði sér oddaleik um sæti í lokaúrslitum með níu stiga sigri á Hamar, 79-70. í úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 26. mars 2011 16:30
Hrafn: Eigum eftir að vinna hér í Keflavík „Við komum alveg hræðilega til leiks hér í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir ósigurinn í kvöld. KR tapaði fyrir Keflavík, 76-64, í þriðja leiknum um laust sæti í úrslitarimmu Iceland-Express deild kvenna. Keflavík leiðir því einvígið 2-1. Körfubolti 25. mars 2011 21:46
Jón Halldór: Sýndum frábæran karakter "Það er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að landa þessum sigri,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavík, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík leiðir nú einvígið, 2-1, í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna eftir að hafa unnið góðan sigur gegn KR, 76-64, í kvöld. Körfubolti 25. mars 2011 21:38
Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Körfubolti 25. mars 2011 20:57
Nýr Kani með Keflavík í kvöld Keflvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann fyrir leik liðanna gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland Express-deild kvenna. Það er karfan.is sem greinir frá þessu. Körfubolti 25. mars 2011 17:34
Adamshick ristarbrotin og ekki meira með Keflavík Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því bandaríski leikmaðurinn Jacquline Adamshick, sem hefur farið á kostum í vetur, er ristarbrotin og verður ekkert með meira með liðinu í úrslitakeppninni. Karfan.is segir frá þessu. Körfubolti 25. mars 2011 14:00
Sverrir: Vorum ekki tilbúin „Liðið var greinilega ekki tilbúið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir 83-47 tap gegn Hamar í kvöld. Körfubolti 24. mars 2011 21:24
Ólöf: Komnar með bakið upp við vegg „Við erum svo sannarlega komnar með bakið upp við vegg eftir hræðilega frammistöðu hér í kvöld," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir 83-47 tap gegn Hamar í Hveragerði. Körfubolti 24. mars 2011 21:22
Fanney: Þýðir ekkert að dvelja við þetta „Þetta var allt annar leikur en í síðasta leik og við erum mjög ánægðar með það," sagði Fanney Lind Guðmundsdóttir, leikmaður Hamars eftir 83-47 sigur gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti 24. mars 2011 21:21
Yngvi kom báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum Valsmenn eru komnir upp í úrvalsdeild karla og úrvalsdeild kvenna í körfuboltanum eftir að bæði lið félagsins unnu úrslitaeinvígi sín á síðustu tveimur dögum. Yngvi Gunnlaugsson er þjálfari beggja liðanna og kom því báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum. Körfubolti 24. mars 2011 11:30