Ágúst Björgvinsson, gerði Valskonur að Lengjubikarmeisturum í körfubolta í gær og vann um leið sinn þriðja Fyrritækjabikar sem þjálfari. Hann er fyrsti þjálfarinn sem vinnur Fyrirtækjabikar kvenna með tveimur félögum.
Ágúst gerði Haukakonur að Fyrirtækjabikarmeisturum 2005 og 2006 en Valskonur unnu einmitt titillinn í gær eftir dramatískan 64-63 sigur á Haukum.
Ágúst og Jón Halldór Eðvaldsson eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnuð Fyrirtækjabikar kvenna oftast eða þrisvar sinnum hvor.
Ágúst var þó ekki fyrsti þjálfarinn til að gera tvö félög af Fyrirtækjabikarmeisturum því bæði Friðrik Ragnarsson (Njarðvík og Grindavík) og Bárður Eyþórsson (Snæfell og Tindastóll) höfðu náð því áður í karlaflokki.
Meistaraþjálfarar í Fyrirtækjabikar kvenna í körfubolta:
2000 Henning Henningsson KR
2001 Unndór Sigurðsson Grindavík
2002 Anna María Sveinsdóttir Keflavík
2003 Hjörtur Harðarson Keflavík
2004 Sverrir Þór Sverrisson Keflavík
2005 Ágúst Björgvinsson Haukum
2006 Ágúst Björgvinsson Haukum
2007 Jón Halldór Eðvaldsson Keflavík
2008 Jón Halldór Eðvaldsson Keflavík
2009 Benedikt Guðmundsson KR
2010 Jón Halldór Eðvaldsson Keflavík
2011 Bjarni Magnússon Haukum
2012 Ingi Þór Steinþórsson, Snæfelli
2013 Ágúst Björgvinsson Val

