Það verður tvíhöfði í Schenkerhöllinni á Ávöllum í kvöld þegar Haukar og Snæfell mætast bæði í Domnios-deild karla og Domnios-deild kvenna í körfubolta. Það er ekki á hverjum degi sem sömu lið mætast tvisvar á fjórum klukkutímum.
Bæði lið Hauka eru á góðu skriði og unnu síðustu leiki sína nokkuð sannfærandi. Meistaraflokkur kvenna hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir erfiða byrjun og meistaraflokkur karla, sem kom upp í úrvalsdeildina í haust, hefur unnið tvo af þremur leikjum sem það hefur spilað.
Snæfellskonur eru í 2. sæti deildarinnar eftir fjóra sigra í röð en það hefur ekki gengið eins vel hjá karlaliðinu sem hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Það verður nóg að gera hjá Inga Þór Steinþórssyni í kvöld en hann þjálfar bæði Snæfellsliðin.
Valitor, sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar í Hafnarfjörð, ætlar að bjóða öllum frítt á leikina og þetta er því kjörið tækifæri til að mæta og horfa á flottan körfubolta. Veislan byrjar klukkan sex með leik Hauka og Snæfells í Domino‘s deild kvenna og leikur karlaliðsins hefst klukkan átta.
"Grillið verður opið milli leikja og hefur Gunni grillari fengið með sér valinkunna menn til að aðstoða sig. Marel Örn Guðlaugsson, leikjahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi, verður Gunna til halds og trausts og Gunnar Svanlaugsson, formaður og grillmeistari Snæfellinga, mun einnig standa vaktina," segir í frétt um leikina á heimasíðu Hauka.
Haukar og Snæfell mætast tvisvar á fjórum klukkutímum - frítt inn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
