Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, verður frá keppni í vetur.
Ingunn Erla er barnshafandi að því er Karfan.is greinir frá. Hún spilaði vel á sínu fyrsta ári í meistaraflokki í fyrra þar sem hún skoraði rúmlega sjö stig í leik og gaf tvær stoðsendingar.
Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Frammistaða hennar varð til þess að hún var kölluð í íslenska landsliðið.
