
Formaður KKÍ segir vandamálið stórt: Allir þurfa að taka þátt í að lækka kostnað
„Vandamálið er stórt. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við lækkum allan þennan kostnað,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem segir langflest körfuknattleiksfélög á Íslandi í dag eiga erfitt með að láta enda ná saman.