
Hamarskonur fóru illa með Keflavík - fjórtán sigrar í röð
Hamar vann 32 stiga sigur á Keflavík, 95-63, í toppslag Iceland Express deildar kvenna í Hveragerði í dag. Hamarskonur hafa þar með unnuð alla fjórtán deildarleiki sína í vetur og eru með sex stiga forskot á Keflavíkurliðið þegar deildin skiptist upp. Snæfell vann tíu stiga sigur í Grindavík og var það þriðji sigur Snæfellskvenna í röð.