„Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Hin sænska Paulina Hersler hefur smollið eins og flís við rass inn í lið Njarðvíkur sem nú er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Bónus-deildinni í körfubolta. Hún fann það strax að hún passaði inn í liðið, við komuna í lok janúar. Körfubolti 24.4.2025 12:01
„Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var hundsvekktur í leikslok þegar hans konur í Keflavík töpuðu með þremur stigum gegn Njarðvík, 73-76, og eru lentar 2-0 undir í einvígi liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna. Körfubolti 23.4.2025 23:02
„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Körfubolti 23.4.2025 21:08
Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti 22.4.2025 18:32
„Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Emil Barja var sáttur við glæsilegan sigur Hauka gegn Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Emil minnti hins vegar á mikilvægi þess að svífa ekki of nálægt sólinni. Körfubolti 19. apríl 2025 21:08
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 19. apríl 2025 21:04
„Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með spilamennsku síns liðs í tapinu fyrir Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í dag. Keflvíkingar enduðu á að tapa með fimmtán stigum, 95-80, í frekar jöfnum leik. Körfubolti 19. apríl 2025 19:51
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Njarðvík tók forystuna í einvíginu gegn Keflavík í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta með fimmtán stiga sigri, 95-80, í fyrsta leik liðanna í IceMar-höllinni í Njarðvík í dag. Körfubolti 19. apríl 2025 19:50
„Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Paulina Hersler var stigahæst í liði Njarðvíkur sem vann fimmtán stiga sigur á Keflavík, 90-85, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta í dag. Körfubolti 19. apríl 2025 19:41
KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Kvennalið KR í körfubolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bónus-deild kvenna á næstu leiktíð eftir sigur á Hamar/Þór. Körfubolti 18. apríl 2025 19:37
Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Snæfell hefur ráðið þjálfara fyrir kvennalið sitt en körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við Haiden Palmer um að taka við sem þjálfari kvennaliðs félagsins fyrir næstu leiktíð. Körfubolti 18. apríl 2025 12:38
„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu. Körfubolti 16. apríl 2025 22:57
„Fáránlega erfið sería“ Deildarmeistarar Hauka fullkomnuðu endurkomuna gegn Grindavík í oddaleik í kvöld í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Haukar lentu 2-0 undir í seríunni. Haukur unnu að lokum nokkuð afgerandi sigur í kvöld 79-64. Körfubolti 16. apríl 2025 22:23
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Haukar eru komnir í undanúrslit Bónus-deildar kvenna í körfubolta eftir sigur í oddaleik á móti Grindavík. Gular komust 2-0 yfir í einvíginu en eftir það sýndu deildarmeistarar Hauka hvað í þeim býr. Uppgjörið og viðtöl og væntanleg. Körfubolti 16. apríl 2025 18:45
„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu. Sport 13. apríl 2025 21:35
Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Valur tók á móti Þór Akureyri í 8-liða úrsltium Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik var það lið Vals sem reyndist sterkari í lokin og höfðu betur 75-70 og 3-1 í einvíginu. Körfubolti 13. apríl 2025 21:10
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2025 18:48
Brá þegar hún heyrði smellinn Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni. Körfubolti 12. apríl 2025 10:02
„Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Njarðvík vann í kvöld Stjörnuna 95-89 í spennandi leik. Þetta var þriðji leikurinn í einvíginu en Njarðvík vann alla leikina og þær eru því komnar áfram í undanúrslit. Brittany Dinkins leikmaður Njarðvíkur átti stórleik og skoraði 35 stig en hún var mjög ánægð með leik síns liðs. Körfubolti 9. apríl 2025 22:09
„Ekki séns að fara í sumarfrí“ Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Körfubolti 9. apríl 2025 21:27
Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Njarðvíkurkonur eru komnar áfram í undanúrslit Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sex stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 95-89. Körfubolti 9. apríl 2025 21:20
Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Þórskonur frá Akureyri tryggðu sér annan leik og komu í veg fyrir að vera sópað út úr úrslitakeppninni með tólf stiga sigri á Val á Akureyri í kvöld, 72-60. Körfubolti 9. apríl 2025 20:15
„Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. Körfubolti 8. apríl 2025 22:00
„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslandsmeistarar Keflavíkur afgreiddu nýliða Tindastóls nokkuð snyrtilega 3-0 í einvígi þeirra í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Keflavík hafði mikla yfirburði í leik liðanna í kvöld þar sem lokatölur urðu 88-58. Körfubolti 8. apríl 2025 21:29
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73. Körfubolti 8. apríl 2025 18:45
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti