Jóhann Árni með 27 stig í sannfærandi sigri Njarðvíkur á KFÍ
Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur á KFÍ 101-79 í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar leiddu með sex stigum eftir fyrri hálfleik.
Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur á KFÍ 101-79 í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar leiddu með sex stigum eftir fyrri hálfleik.
Snæfell er áfram í toppsæti Iceland Express deildar karla eftir tíu leiki eftir að liðið fór til Hveragerðis í gær og vann 24 stiga sigur á Hamar, 99-75. Þetta var sjöundi sigur leikur liðsins í röð í deildinni.
Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum.
„Þetta var lélegt hjá okkur í byrjun en síðan spilum við virkilega vel í lokin,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld. Grindvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni ,86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.
„Við bara sprungum í fjórða leikhluta,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Grindvíkingum ,69-86, í 10. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi.
„Þetta var mun erfiðari leikur en tölurnar gefa til kynna og við komum hreinlega ekki tilbúnir til leiks,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld.
„Við vorum okkar versti óvinur í kvöld,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Keflavík á útivelli í kvöld. Þegar liðin mættust í bikarnum um síðustu helgi bar Tindastóll sigur úr býtum.
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók glaður við stigunum tveimur sem liðið vann fyrir gegn Tindastóli í kvöld. Keflvíkingar náðu þar með að hefna fyrir ósigurinn um síðustu helgi þegar Stólarnir komust áfram í bikarnum.
Keflavík hefndi fyrir bikartapið gegn Tindastóli í kvöld er liðin mættust aftur í Sláturhúsinu í Keflavík. Stólarnir unnu stórsigur í bikarnum á dögunum en Keflavík svaraði fyrir sig í kvöld.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, munu stýra liðunum í Stjörnuleik KKÍ sem fram fer í Seljaskólanum á laugardaginn.
KR tók á móti Hamri í gær í sextán liða úrslitum Poweradebikarsins. KR var yfir allan leikinn og vann sanngjarnan sigur.
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld. Þeir eru úr leik í bikarnum eftir að hafa tapað fyrir KR á sannfærandi hátt.
„Við ætluðum okkur að kvitta fyrir tapið í Hveragerði og ég held að við höfum gert það nokkuð örugglega," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir að hans lið sigldi örugglega áfram í bikarnum með 99-74 sigri gegn Hamri úr Hveragerði.
Njarðvík, Tíndastóll og KR tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í kvöld. Njarðvík lagði Snæfell í Fjárhúsinu í háspennuleik. Það er því ljóst að Snæfell ver ekki bikarmeistaratitilinn í ár.
Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, var mjög svo ánægður með sigurinn í kvöld en hans menn náðu að leggja ‚ÍR-inga í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljgaskóla.
„Við erum komnir einu skrefi nær að því sem við ætlum okkur,“ sagði Ægir Steinarsson, leikmaður Fjölnis, eftir sigurinn í kvöld. Fjölnir bar sigur úr býtum gegn ÍR í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljaskóla. Ægir átti frábæran leik eins og svo oft áður í vetur og skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar.
„Menn voru ekki með hausinn skrúfaðan á frá fyrstu mínútu,“ sagði Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, virkilega svekktur eftir tapið í kvöld. ÍR-ingar féllu úr leik í Powerade-bikarnum gegn Fjölni í kvöld en þeir töpuðu 112-90 í Seljaskólanum.
Njarðvík enduðu fimm leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla með þrettán stiga sigri á nýliðum Hauka, 80-67, í Ljónagryfjunni í kvöld.
Grindavík komst aftur upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á KR, 87-77, í Röstinni í Grindavík í kvöld. KR hafði unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni en tókst ekki að vera fyrsta útiliðið til að vinna í Grindavík. Bæði lið áttu mjöguleika á því að ná öðru sætinu með sigri.
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Snæfells komust á topp deildarinnar með sigri á Stjörnunni á heimavelli, 114-96.
Þrír leikir eru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:30. Snæfell tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Stykkishólmi, á Ísafirði heimsækir Keflavík lið KFÍ og á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Fjölnir.
Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, þekktastur undir viðurnefninu Nonni Mæju, fékk flest atkvæði í netkosningu á KKÍ þar sem gestir síðunnar fengu að velja byrjunarliðsleikmenn í Stjörnuleik KKÍ sem fer fram í Seljaskóla 11. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
B.J. Aldridge er hættur þjálfun KFÍ-liðsins í Iceland Express deild karla og er þegar farinn til síns heima. Aldridge stýrði KFÍ-liðinu í átta leikjum í deildinni en liðið er sem stendur í 9. sæti deildarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu KFÍ.
Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd.
Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta.
„Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta.
Endurkoma Magnúsar Gunnarssonar í lið Njarðvíkur dugði ekki til þegar Njarðvík sótti Keflavík heim. Keflavík vann í spennuleik og Njarðvík er því enn í fallsæti.
Íslands- og bikarmeistarar Snæfellinga eru áfram á toppnum í Iceland Express deild karla eftir sextán stiga sigur á Haukum, 105-89, á Ásvöllum í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sjá sjöundi í átta deildarleikjum á tímabilinu.
KR vann 19 stiga sigur á Tindastól, 107-88, í Iceland Express deild karla í DHL-höllinni í kvöld. Tindastóll komst í 24-9 í fyrsta leikhluta en KR-ingar unnu upp muninn í öðrum leikhlutanum og stungu síðan af með því að vinna þriðja leikhlutann 37-16.
Snæfellingar eru áfram á toppi Iceland Express deildar karla eftir sextán stiga sigur á Haukum á Ásvöllumn í kvöld, 105-89. Snæfellingar tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhlutanum og litu aldrei til baka eftir það. Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð og hafa Íslandsmeistararnir nú unnið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum á tímabilinu.