Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS

Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ízar ofurjeppinn að taka á sig mynd

Ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppans fyrir farþegaflutninga í heiminum er tilbúin. Hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa.

Bílar
Fréttamynd

Mazda hyggur á Rotary-vél

Miklar líkur eru á því að Mazda-bílar muni á næstu árum fást með Rotary-vélum en nýleg þróun á vélinni hefur gert þessa vélartækni afar hagkvæma, með litla eyðslu og mengun.

Bílar
Fréttamynd

Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær

Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl.

Innlent
Fréttamynd

Gerbreyttur smár Peugeot 208

Óhætt er að fullyrða að með þessari breytingu sé kominn einn mest aðlaðandi bíllinn í þessum flokki, enda hefur hann fengið ýmis útlitseinkenni frá hinum mun stærri Peugeot 508 bíl, sem er forkunnafagur.

Bílar
Fréttamynd

Flýja japanskir framleiðendur Brexit?

Nissan, Honda og Toyota reka stærstu, fjórðu stærstu og sjöttu stærstu bílaverksmiðjur Bretlands en teikn eru á lofti um lokun allra þeirra. Brexit er um að kenna og traust japanskra bílaframleiðenda til breskra yfirvalda er þorrið.

Bílar
Fréttamynd

Dacia Duster jeppinn og Sandero á toppnum

Frá því að Dacia Sandero kom á markað í Bretlandi 2013 hefur bíllinn verið í miklu uppáhaldi meðal þarlendra sem vilja "bara“ einfaldan, áreiðanlegan og ágætlega vel búinn bíl á sem hagstæðustu verði.

Bílar
Fréttamynd

Chevrolet Blazer með 3 sætaraðir

Bíllinn verður smíðaður í Kína af samstarfsaðila GM þarlendis, SAIC. General Motors, móðurfyrirtæki Chevrolet segir að þessi bíll sé hentugur í sölu á þeim mörkuðum þar sem Chevrolet Traverse er ekki í sölu, en hann er einnig með þrjár sætaraðir en er ennþá stærri jeppi.

Bílar
Fréttamynd

Audi fækkar vélargerðum

Viðbrögð við minnkandi sölu Audi sem gekk illa í sölu á seinni hluta síðasta árs auk þess sem salan minnkaði um 3% í janúar.

Bílar
Fréttamynd

Bílaleigurnar þrjár ekki í SAF

Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla

Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana.

Innlent
Fréttamynd

Kia aldrei selt fleiri bíla

Kia er eini bílaframleiðandinn sem hefur náð að auka söluna í Evrópu á hverju ári síðasta áratuginn, en aukningin nam 4,7% í fyrra.

Bílar
Fréttamynd

Tvenn verðlaun iF Design Award til Hyundai

Á verðlaunahátíð iF Design Award 2019 hlaut Hyundai Motor nýlega tvenn hönnunarverðlaun, annars vegar fyrir nýja sjö sæta jepplinginn Palisade, sem ætlaður er mörkuðum Norður-Ameríku, og hins vegar fyrir hugmynd sína um sportbílinn Le Fil Rouge.

Bílar