Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Neytendur
Fréttamynd

Nýtt bílasölusvæði rís við Krókháls 7

Framkvæmdir eru hafnar að nýju bílasölusvæði að Krókhálsi 7. Um er að ræða nýtt og fullkomið bílasölusvæði sem mun bjóða upp á úrval af notuðum bílum frá öllum helstu bílamerkjum.

Bílar
Fréttamynd

Hvað með trukkana?

Trukkur, samkvæmt orðabók, er stór og kraftmikill vörubíll. Trukkar eru okkur mikilvægir þó flest okkar leiði hugann sjaldnast að þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Hleðsla rafbíla í áskrift

Orka náttúrunnar hefur kynnt til sögunnar nýja lausn á Íslandi þegar kemur að hleðslu rafbíla við heimahús, hvort sem er einbýli eða fjölbýli.

Bílar
Fréttamynd

Renault Zoe - eins og félagsheimilið í Með allt á hreinu

Renault Zoe er fimm manna rafdrifinn borgarbíll. Hann er smekklega hannaður og staða ökumanns er afburðagóð. Drægnin er í ofanálag mjög fín. Zoe er meiri bíll en svo að hægt sé að kalla hann borgarsnattara, eins og flokkunin gefur til kynna. Hann er þéttur og góður og því vel hæfur til langkeyrslu.

Bílar
Fréttamynd

BMW prófar vetnis-hlaðinn X5

BMW hefur hafið prófanir á „næstum staðal útgáfu“ af X5 sem er knúinn áfram með rafmangi, unnu úr vetni. Hann verður prófaður í Evrópu í „raunverulegum aðstæðum“ en BMW ætlar að koma FCEV bíl á markað jafnvel á árinu 2025.

Bílar
Fréttamynd

Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka

Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Bylting í bæjarsnattið. Citroën AMI rafsnatti

Brimborg kynnti á föstudag rafsnattann Citroën AMI sem er hugsaður til snatts innan borga og bæja og smellpassar við aðra ferðakosti. Citroën AMI er tveggja manna, fjórhjóla, rafdrifinn, yfirbyggður rafsnatti með 75 km rafmagnsdrægni og 45 km hámarkshraða.

Viðskipti
Fréttamynd

Bíll ársins - Volkswagen ID.4

Volkswagen ID.4 varð hlutskarpastur í vali BÍBB (Bandalags íslenskra bílablaðamanna) á Bíl ársins. Verðlaunin voru veitt í höfuðstöðvum Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi.

Bílar
Fréttamynd

Volvo XC40 Recharge 100% hreinn rafmagnsjepplingur

Brimborg hefur hafið sölu á netinu á Volvo XC40 Recharge, nýjum, sjálfskiptum, fjórhjóladrifnum jeppling sem gengur 100% fyrir hreinu rafmagni. Volvo XC40 Recharge er yfir 400 hestöfl, aðeins 4,9 sekúndur í 100 km hraða og með drægni á hreinu rafmagni allt að 418 km skv. WLTP mælingu. Snögg hraðhleðslan kemur 78 kWh tómri drifrafhlöðu í 80% hleðslu eða 334 km drægni á aðeins 40 mínútum.

Bílar
Fréttamynd

Mazda fagnar afmæli

Mazda fagnar 15 árum hjá Brimborg með veglegum afmælistilboðum til 30. júní. Mazda bílar hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi og eru þeir í sérflokki hvað varðar hönnun og framúrskarandi gæði enda hefur Mazda hlotið yfir 350 verðlaun fyrir hönnun og nýsköpun.

Bílar
Fréttamynd

50% aukning á nýskráningum á milli mánaða

Alls voru 1898 ökutæki nýskráð í maí, það er aukning um 50% frá síðasta mánuði, þegar 1264 ökutæki voru nýskráð. Flest nýskráð ökutæki í nýliðnum maí mánuði voru af Toyota gerð, eða 263 ökutæki. Kia var í öðru sæti með 237 og Suzuki í þriðja með 163 ökutæki.

Bílar
Fréttamynd

Dusterinn er kominn aftur á kreik

Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik.

Innlent
Fréttamynd

Hefðirnar í Indy 500

Indy 500 kappaksturinn fór fram í 105. skipti í gær. Helio Castroneves kom fyrstur í mark í fjórða sinn eftir framúrakstur á 199. hring af 200. Kappaksturinn er einn sá elsti í sögunni og en hann er 110 ára og allt morandi í hefðum og venjum sem eru hverri annarri áhugaverðari.

Bílar
Fréttamynd

Getur ekki tekið á móti fleiri gömlum bílum á Ystafelli

Eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík hefur ekki undan að neita fólki um gamla bíla, sem það vill gefa safninu. Á safninu í dag eru um eitt hundrað bílar, meðal annars forsetabíllinn, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 2000 Peugeot bílar á afmælisári

Peugeot fólks- og sendibílar hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda á Íslandi hvorki fyrr né síðar og markaðshlutdeild aldrei verið hærri og er það einstaklega ánægjulegt fyrir starfsmenn Brimborgar að upplifa það á 5 ára afmælisári Peugeot hjá Brimborg.

Bílar
Fréttamynd

Mis­skilningur ríki um nýja lög­reglu­bílinn

Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað.

Innlent
Fréttamynd

10 bestu rafbílarnir þegar kemur að  dráttargetu

Rafbílar eru þeim eiginleikum gæddir að togið sem þeir hafa upp á að bjóða getur komið strax. Það er engin vél sem þarf að vinna upp snúninga eða túrbína sem þarf að ná sér á skrið. Þeir ættu því að vera afbragðs góðir í að draga kerrur og aðra eftirvagna.

Bílar