Myndband: Volvo ætlar að hefja sölu sjálfkeyrslukerfis á árinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. janúar 2022 07:00 Hugmyndabíllinn Volvo Recharge. Volvo hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist í samstarfi við Luminar Technologies hefja sölu sjálfkeyrslukerfis í bílum sínum á árinu. Viðskiptavinir í Kaliforníu munu vera þeir fyrstu til að fá að prófa kerfið, sem heitir Ride Pilot. Notkun kerfisins verður háð áskrift af því. Yfirmaður tæknimála hjá Volvo, Henrik Green hefur sagt að kerfið muni gera meira en þarf til að flokkast sem þriðja stigs skjálfkeyrslukerfi samkvæmt skilgreiningum Samfélags bifreiðaverkfræðinga. „Við munum ekki þurfa hendur ökumanna á stýrinu og við munum ekki krefjast þess að ökumenn fylgist með veginum framundan,“ sagði Green í samtali við The Verge. Þetta mun setja Volvo í forystusætið þegar kemur að sjálfkeyrslukerfum. Tesla FSD kerfið er annars stigs kerfi og gerir þarfnast þess að ökumaður sé reiðubúinn að taka stjórn með stuttum fyrirvara. Ride Pilot kerfið notast við 16 úthljóðsskynjara sem og 8 myndavélar og fimm radarskynjara. Kerfið verður fáanlegt í væntanlegum rafbílum Volvo seinna á árinu. Þar á meðal er rafdrifin útgáfa af XC90 bílnum, sem á enn eftir að kynna. Volvo ætlar að kynna kerfið fyrst í Kaliforníu vegna þess að leyfið er auðsóttast frá samgönguyfirvöldum í Kaliforníu til að prófa kerfið á götum úti. Svo virðist sem eingöngu verði hægt að fá aðgang að kerfinu í gegnum áskrift. Með því vonar Volvo að margir notendur prófi kerfið. Leyfið liggur ekki fyrir ennþá svo það er enn mögulegt að ekki verði af prófunum í Kaliforníu. Vistvænir bílar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent
Yfirmaður tæknimála hjá Volvo, Henrik Green hefur sagt að kerfið muni gera meira en þarf til að flokkast sem þriðja stigs skjálfkeyrslukerfi samkvæmt skilgreiningum Samfélags bifreiðaverkfræðinga. „Við munum ekki þurfa hendur ökumanna á stýrinu og við munum ekki krefjast þess að ökumenn fylgist með veginum framundan,“ sagði Green í samtali við The Verge. Þetta mun setja Volvo í forystusætið þegar kemur að sjálfkeyrslukerfum. Tesla FSD kerfið er annars stigs kerfi og gerir þarfnast þess að ökumaður sé reiðubúinn að taka stjórn með stuttum fyrirvara. Ride Pilot kerfið notast við 16 úthljóðsskynjara sem og 8 myndavélar og fimm radarskynjara. Kerfið verður fáanlegt í væntanlegum rafbílum Volvo seinna á árinu. Þar á meðal er rafdrifin útgáfa af XC90 bílnum, sem á enn eftir að kynna. Volvo ætlar að kynna kerfið fyrst í Kaliforníu vegna þess að leyfið er auðsóttast frá samgönguyfirvöldum í Kaliforníu til að prófa kerfið á götum úti. Svo virðist sem eingöngu verði hægt að fá aðgang að kerfinu í gegnum áskrift. Með því vonar Volvo að margir notendur prófi kerfið. Leyfið liggur ekki fyrir ennþá svo það er enn mögulegt að ekki verði af prófunum í Kaliforníu.
Vistvænir bílar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent