Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. janúar 2022 07:01 Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin á síðasta ári. Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. Munurinn á Toyota og Kia liggur einna helst í sendibifreiðum sem Toyota selur. Samtals voru nýskráðar 255 sendibifreiðar framleiddar af Toyota á árinu 2021 á meðan 3 sendibifreiðar voru nýskráðar sem framleiddar voru af Kia. Nýskráðar fólksbifreiðar á Íslandi árið 2021. 64% nýskráðra bíla eru í almenna notkun, 34% í bílaleigur og 1,1% i annað. Rafbílar eru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar eru 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Hyundai Tucson var vinsælasta undirtegund ársins með 744 bíla selda og Mitsubishi Outlander var í öðru sæti með 685. Toyota Rav4 var í þriðja sæti með 639. Tesla bifreiðarnar tvær, Model Y og Model 3 eru í fjórða og fimmta sæti með 539 og 509 bíla nýskráða. Nýskráð ökutæki á Íslandi árið 2021. Alls voru 22133 ökutæki nýskráð á árinu 2021, sem er aukning frá því árið 2020 þegar 15337 ökutæki voru nýskráð. Það er því aukning um 44,3% á milli ára en sala ökutækja dalaði talsvert við upphaf kórónaveirufaraldursins, sem hafði umtalsverð áhrif á tölur ársins 2020. Nýskráðar voru samtals 15799 fólksbifreiðar árið 2021 en þær voru 10625 árið áður. Það er aukning um 48,7% á milli ára. Eins og áður segir dró talsvert úr sölu nýrra ökutækja snemma árs 2020 sem hafði áhrif á það ár. Það er því ekki óelðilegt að uppsöfnuð endurnýjun hafi verið orðið til, sem útskýrir að einhverju leyti þessa umtalsverðu aukningu. Til samanburðar voru 13637 fólksbifreiðar nýskráðar árið 2019. Tesla Model 3 og regnbogi. Telsa Model 3 var mest selda undirtegundin árið 2020.Vilhelm Gunnarsson Árið 2021 voru tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni algengastir með 4718 bíla nýskráða og rafmagn í öðru sæti með 4262 hreina rafbíla nýskráða. Hreinir rafbílar voru á toppnum árið 2020 þegar 2551 rafbíll var nýskráður. Vistvænir bílar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent
Munurinn á Toyota og Kia liggur einna helst í sendibifreiðum sem Toyota selur. Samtals voru nýskráðar 255 sendibifreiðar framleiddar af Toyota á árinu 2021 á meðan 3 sendibifreiðar voru nýskráðar sem framleiddar voru af Kia. Nýskráðar fólksbifreiðar á Íslandi árið 2021. 64% nýskráðra bíla eru í almenna notkun, 34% í bílaleigur og 1,1% i annað. Rafbílar eru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar eru 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Hyundai Tucson var vinsælasta undirtegund ársins með 744 bíla selda og Mitsubishi Outlander var í öðru sæti með 685. Toyota Rav4 var í þriðja sæti með 639. Tesla bifreiðarnar tvær, Model Y og Model 3 eru í fjórða og fimmta sæti með 539 og 509 bíla nýskráða. Nýskráð ökutæki á Íslandi árið 2021. Alls voru 22133 ökutæki nýskráð á árinu 2021, sem er aukning frá því árið 2020 þegar 15337 ökutæki voru nýskráð. Það er því aukning um 44,3% á milli ára en sala ökutækja dalaði talsvert við upphaf kórónaveirufaraldursins, sem hafði umtalsverð áhrif á tölur ársins 2020. Nýskráðar voru samtals 15799 fólksbifreiðar árið 2021 en þær voru 10625 árið áður. Það er aukning um 48,7% á milli ára. Eins og áður segir dró talsvert úr sölu nýrra ökutækja snemma árs 2020 sem hafði áhrif á það ár. Það er því ekki óelðilegt að uppsöfnuð endurnýjun hafi verið orðið til, sem útskýrir að einhverju leyti þessa umtalsverðu aukningu. Til samanburðar voru 13637 fólksbifreiðar nýskráðar árið 2019. Tesla Model 3 og regnbogi. Telsa Model 3 var mest selda undirtegundin árið 2020.Vilhelm Gunnarsson Árið 2021 voru tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni algengastir með 4718 bíla nýskráða og rafmagn í öðru sæti með 4262 hreina rafbíla nýskráða. Hreinir rafbílar voru á toppnum árið 2020 þegar 2551 rafbíll var nýskráður.
Vistvænir bílar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent