FÍB þjónustar vegaaðstoð Toyota, Lexus og BNB Frá og með 1. júlí mun Toyota á Íslandi bjóða viðskiptavinum Toyota, Lexus og Betri notaðra Bíla vegaaðstoð í 12 mánuði. Samstarf 4. júlí 2023 11:23
Tesla á Íslandi slær met Rúmlega 1300 bílar af gerðinni Tesla Model Y hafa verið nýskráðir hérlendis það sem af er ári. Um er að ræða mesta fjölda af einni bílategund á einu ári frá upphafi. Tölurnar vekja athygli alþjóðlegra stjórnenda Tesla fyrirtækisins en alls hafa 4000 bílar af Tesla gerð verið nýskráðar á Íslandi. Bílar 4. júlí 2023 07:48
Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. Innlent 29. júní 2023 15:40
Fyrsta sakfelling stjórnarmanns VW í útblásturshneykslinu Rupert Stadler, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Audi, varð fyrsti stjórnarmaður Volkswagen til þess að hljóta dóm í útblásturshneykslinu sem skók þýskan bílaiðnað þegar hann var fundinn sekur um svik í dag. Hann hlaut skilorðbundinn fangelsisdóm og dæmdur til að greiða háa sekt. Viðskipti erlent 27. júní 2023 14:10
Ekki gleyma að bóna bílinn í sumar Sumarið er loksins komið og sólin farin að dreifa geislum sínum yfir landsmenn. Í upphafi sumars er nauðsynlegt að huga vel að lakki bifreiða og passa upp á að bóna þær reglulega. Samstarf 26. júní 2023 09:01
„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“ Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína. Viðskipti innlent 19. júní 2023 20:00
Fangageymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akureyri Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi. Innlent 18. júní 2023 11:18
Þurfa að fara í „veiðiferð“ til að nálgast metan „Við erum að kljást við það lúxusvandamál að það hefur aldrei verið selt meira af metan heldur en um þessar mundir. Eftirspurnin hefur vaxið umfram það sem við höfum getað framleitt,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu. Innlent 11. júní 2023 16:18
María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. Bíó og sjónvarp 31. maí 2023 20:30
Tork gaur: Myndi allan daginn velja kraftinn fram yfir drægnina Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í tólfta og síðasta þætti annarrar þáttaraðar er rafmagnsbíllinn Mustang Mach-E GT tekinn fyrir. Bílar 30. maí 2023 10:22
Öllum rútum hjá GTS á Selfossi verður skipt yfir í rafmagnsrútur Grænu rúturnar hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi eru nú að verða enn grænni því fyrirtækið ætlar að vera búið að skipta út öllum rútunum fjörutíu fyrir rafmagnsrútur á næstu fimm árum. Í vikunni var lúxus rafmagnsrúta tekin í notkun en innviðaráðherra var fyrstur til að keyra hana formlega. Innlent 28. maí 2023 20:05
Hefur búið í bílnum sínum nánast allt skiptinámið Hollenskur skiptinemi ákvað að gera sér heimili í bílnum sínum. Þannig getur hann ferðast um Ísland, fengið innblástur og sleppt því að leigja íbúð til að spara sér pening. Lífið 27. maí 2023 21:00
Fjögur þúsund kvartað yfir draugabremsun Bílaframleiðandinn Tesla hefur fengið þúsundir kvartana vegna aðstoðarkerfis ökumanna. Einnig hefur fyrirtækinu mistekist að verja upplýsingar um viðskiptavini og starfsmenn. Erlent 27. maí 2023 08:24
Tork gaur: Umdeilt grill öskrar ,,drullaðu þér frá“ Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í tíunda þætti annarrar þáttaraðar er það BMW i7 sem verður prufukeyrður. Bílar 23. maí 2023 11:19
Glæsidrossíur til sýnis við Hörpu Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur. Bílar 20. maí 2023 19:36
Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. Bílar 19. maí 2023 11:18
Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar. Innlent 17. maí 2023 22:10
Blár Porsche varð fyrir valinu þegar bleikur var ekki til Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, keyrir um á ljósblárri glæsibifreið af tegundinni Porsche Taycan en hefði viljað hann bleikan. Lífið 16. maí 2023 20:01
Tork gaur: „Glaðasti bíll í heimi“ með aragrúa af ljósum Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti annarrar þáttaraðar er rafmagnsbíllinn Smart #1, fyrsta sinnar tegundar á landinu. Bílar 16. maí 2023 13:37
Bifreiðar óökufærar en minniháttar meiðsli eftir árekstur Ökumaður og farþegi bifreiðar voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi bílslyss þar sem tveir bílar skullu saman í Grafarvogi. Áverkar þeirra voru minniháttar en báðar bifreiðarnar voru óökufærar og voru dregnar af vettvangi. Innlent 14. maí 2023 07:25
Stefna vegna áhrifa uppfærslu á drægni Tesla-bifreiða Hópur eigenda tveggja tegunda Tesla-rafbireiða hyggjast stefna framleiðandanum vegna sjálfvirkrar hugbúnaðaruppfærslu sem þeir segja að hafi dregið úr drægni bifreiðanna eða jafnvel skemmt rafhlöðu þeirra. Viðskipti erlent 13. maí 2023 10:40
Tork gaur: „Það er eitthvað svona frískandi við að vera hérna inni“ Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti annarrar þáttaraðar er Renault Megane E-tech tekinn fyrir. Bílar 9. maí 2023 09:30
Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. Innlent 2. maí 2023 14:29
Tork gaur: Finnst ennþá heillandi að geta sofið í bílnum Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í áttunda þætti annarrar þáttaraðar er Volvo FH Electric Vörubíll tekinn fyrir. Bílar 2. maí 2023 07:01
Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“ Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. Innlent 1. maí 2023 15:39
Tugir bíla skemmdir í Eyjafirði: „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi“ Skemmdarvargar tjónuðu um það bil þrjátíu bíla, sem geymdir eru í gamalli námu í Eyjafirði, í gærkvöldi. Eigandi eins bílsins telur tjónið jafnvel geta hlaupið á milljónum króna. Innlent 29. apríl 2023 19:19
Fátt um fína bíla á Íslandi Bílar sem myndu flokkast sem „ofurbílar“ á heimsvísu eru ekki margir hér á landi. Til eru tveir Ferrari-bílar á landinu, tveir Aston Martin og sex Maserati. Örfá önnur merki eiga fulltrúa nokkur eiga engan fulltrúa hér á landi. Bílar 29. apríl 2023 07:00
Tork gaur: Undantekningin sem sannar ekkert endilega regluna Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjöunda þætti annarrar þáttaraðar er Volvo C40 tekinn fyrir. Bílar 25. apríl 2023 07:00
Tork gaur: Kraftmikill fjölskyldujepplingur Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjötta þætti annarrar þáttaraðar er Porsche Cayenne Coupe tekinn fyrir. Bílar 18. apríl 2023 07:01
„Allt að 70% afsláttur“ reyndist iðulega einungis fimm prósent Dekkja- og bílaþjónustan ehf., rekstraraðili dekk1.is, hefur verið sektað vegna viðskiptahátta sinna. Auglýstur var allt að 70 prósent afsláttur í „Cyberviku“ en einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti, iðulega einungis fimm prósenta. Þarf félagið að greiða 200 þúsund króna sekt. Neytendur 17. apríl 2023 11:53