Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Tesla á Ís­landi slær met

Rúm­lega 1300 bílar af gerðinni Tesla Model Y hafa verið ný­skráðir hér­lendis það sem af er ári. Um er að ræða mesta fjölda af einni bíla­tegund á einu ári frá upp­hafi. Tölurnar vekja at­hygli al­þjóð­legra stjórn­enda Tesla fyrir­tækisins en alls hafa 4000 bílar af Tesla gerð verið ný­skráðar á Ís­landi.

Bílar
Fréttamynd

Lengri gjald­skylda og sunnu­dagar ekki lengur ó­keypis

Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gleyma að bóna bílinn í sumar

Sumarið er loksins komið og sólin farin að dreifa geislum sínum yfir landsmenn. Í upphafi sumars er nauðsynlegt að huga vel að lakki bifreiða og passa upp á að bóna þær reglulega.

Samstarf
Fréttamynd

„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“

Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akur­eyri

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi.

Innlent
Fréttamynd

Öllum rútum hjá GTS á Selfossi verður skipt yfir í rafmagnsrútur

Grænu rúturnar hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi eru nú að verða enn grænni því fyrirtækið ætlar að vera búið að skipta út öllum rútunum fjörutíu fyrir rafmagnsrútur á næstu fimm árum. Í vikunni var lúxus rafmagnsrúta tekin í notkun en innviðaráðherra var fyrstur til að keyra hana formlega.

Innlent
Fréttamynd

Glæsi­drossíur til sýnis við Hörpu

Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur.

Bílar
Fréttamynd

Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi

Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi.

Bílar
Fréttamynd

Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“

Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Fátt um fína bíla á Íslandi

Bílar sem myndu flokkast sem „ofurbílar“ á heimsvísu eru ekki margir hér á landi. Til eru tveir Ferrari-bílar á landinu, tveir Aston Martin og sex Maserati. Örfá önnur merki eiga fulltrúa nokkur eiga engan fulltrúa hér á landi.

Bílar
Fréttamynd

„Allt að 70% af­sláttur“ reyndist iðu­lega einungis fimm prósent

Dekkja- og bílaþjónustan ehf., rekstraraðili dekk1.is, hefur verið sektað vegna viðskiptahátta sinna. Auglýstur var allt að 70 prósent afsláttur í „Cyberviku“ en einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti, iðulega einungis fimm prósenta. Þarf félagið að greiða 200 þúsund króna sekt. 

Neytendur