Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Deilt var um hvort skemmdir hefðu orðið á lakki bílsins fyrir eða eftir þrif fyrirtæksins. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna. Neytendur Bílar Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna.
Neytendur Bílar Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira