
Leikmenn fyrsta landsliðsins heiðursgestir
Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum við Slóvena á laugardaginn verða þeir leikmenn er skipuðu fyrsta landsliðshóp Íslands í knattspyrnu kvenna.
Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum við Slóvena á laugardaginn verða þeir leikmenn er skipuðu fyrsta landsliðshóp Íslands í knattspyrnu kvenna.
Þrír leikmenn í Landsbankadeild karla voru í gær úrskurðaðir í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Íslenska kvennalandsliðið æfði í kvöld á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Slóveníu á laugardag. Þetta var fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir þennan mikilvæga leik en stefnt er að því að fylla Laugardalsvöllinn.
Dóra María Lárusdóttir var í dag valin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna í fyrstu sex umferðum mótsins.
Íslandsmeistarar Vals unnu 2-1 sigur á Breiðabliki í Landsbankadeild kvenna á Kópavogsvelli í dag. Málfríður Erna Sigurðardóttir kom Val yfir í leiknum á 8. mínútu og Valur komst síðan í 2-0 með sjálfsmarki.
Sjöttu umferðinni í Landsbankadeild kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. HK/Víkingur lagði Keflavík 4-1, Fylkir vann Þór/KA 1-0 fyrir norðan og Fjölnir og Afturelding gerðu markalaust jafntefli.
Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var að vonum sátt í kvöld eftir að lið hennar lagði KR 2-1 í stórleiknum í Landsbankadeild kvenna.
Íslandsmeistarar Vals höfðu betur 2-1 gegn KR í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Valsliðið er því eina liðið með fullt hús á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins.
Valur og KR eru sem fyrr á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir leiki dagsins, en bæði lið unnu leiki sína í dag. Valur valtaði yfir Keflavík suður með sjó 9-1 og KR lagði Stjörnuna 2-0 í vesturbænum.
Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag. Ísland hefur hækkað sig um þrjú sæti frá áramótum og er nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir.
Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslandsmeistarar Vals unnu nauman 1-0 sigur á Aftureldingu á Vodafonevellinum, KR burstaði Fylkir 5-1 í Árbænum, Stjarnan og Keflavík skildu jöfn 2-2 og þá tapaði Breiðablik óvænt fyrir Þór/KA fyrir norðan 2-1.
Lokaleikur þriðju umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í dag. Þór/KA vann þá sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið skellti HK/Víkingi 2-0 í Kórnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk norðanliðsins á lokamínútum leiksins.
KR og Valur eru enn með fullt hús stiga í Landsbankadeild kvenna en fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld.
KR vann Þór/KA á útivelli í Landsbankadeild kvenna í kvöld 3-2. Heimastúlkur höfðu hinsvegar forystu í hálfleik.
Fyrsta umferð Landsbankadeildar kvenna kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. KR vann nauman 2-1 sigur á Keflavík á útivelli, en KR var spáð Íslandsmeistaratitlinum í sumar.
Fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Í fyrsta leik umferðarinnar í gær vann Valsliðið auðveldan 5-1 sigur á Þór/KA.
Íslandsmeistarar Vals unnu 5-1 sigur í opnunarleik Landsbankadeildar kvenna en leikið var gegn Þór/KA í Egilshöll. Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor.
Landsbankadeild kvenna hefur göngu sína í dag þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 17:00.
Í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Landsbankadeildum var Valsmönnum spáð Íslandsmeistaratitli karla en KR í flokki kvenna.
Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009.
KR-stúlkur tryggðu sér í kvöld sigur í Lengjubikarnum með 4-0 sigri á Val í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöllinni. KR hafði yfir 1-0 í hálfleik en Valsstúlkur misstu mann af velli um miðjan síðari hálfleik og eftir það tók KR öll völd á vellinum.
Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hafa samið við færeyska landsliðsmarkvörðinn Randi S. Wardum. Frá þessu er greint á vefsíðu færeyska liðsins KÍ en þaðan kemur leikmaðurinn.
Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili.
Margrét Lára Viðarsdóttir mun leika með Val á komandi sumri í Landsbankadeild kvenna. Þetta kemur fram á Fótbolta.net en Margrét hafði sett stefnuna á að halda í atvinnumennsku erlendis.
Íslenska kvennalandsliðið vann Portúgal 3-0 í lokaleik sínum í riðlakeppni Algarve Cup. Með þessum sigri tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og mun leika um sjöunda sæti mótsins.
Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir hefur gefið það út að hún sé hætt að leika fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Þóra á að baki yfir 50 landsleiki fyrir íslands hönd, en segir ástæður ákvörðunar sinnar persónulegar.
Serbneski landsliðsmaðurinn Lidija Stojkanovic, leikmaður HK/Víkings, nefbrotnaði á tveimur stöðum á æfingu með liðinu í fyrradag.
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.
Varnarmaðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir eru gengnar í raðir KR á nýjan leik.
Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.