Nýliðar FH í Pepsi-deild kvenna eru b-deildarmeistarar í Lengjubikar kvenna eftir að Haukum mistókst að vinna ÍBV í gær í lokaleik b-deildarinnar.
FH hlaut 12 stig, tveimur fleiri en Haukar og ÍBV sem áttu bæði möguleika á því að ná FH að stigum þegar þau mættust í Kórnum í gær. Haukar og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli og þar með var titilinn FH-stelpna.
FH tryggði sér toppsætið og óafvitandi sigurinn með 3-1 sigri á ÍBV á föstudagskvöldið. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV í 1-0 en Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Margrét Sveinsdóttir og Sigríður Siemsen tryggðu FH sigurinn með þremur mörkum á tuttugu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks.
Þetta er fyrsti titill kvennaliðs FH í meistaraflokki síðan að liðið varð Íslandsmeistari 1976.
FH-konur unnu b-deild Lengjubikars kvenna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn



„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti