
Ásgerður: Sýndum það í kvöld að við erum með betra liðið
Fyrirliði Stjörnunnar var hundsvekkt með 1-3 tap gegn rússneska félaginu Zvezda í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en hún segist fara til Rússlands til að sigra.
Fyrirliði Stjörnunnar var hundsvekkt með 1-3 tap gegn rússneska félaginu Zvezda í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en hún segist fara til Rússlands til að sigra.
Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari karlaliðs Selfoss.
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir að hafa tekið við verðlaununum sem besti leikmaður tímabilsins í Pepsi-deild kvenna í dag.
Andrea Rán sem valin var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna var þakklát eftir að hafa tekið við verðlaununum en þjálfari hennar sagði leikmenn sína eiga öll þessi verðlaun skilið eftir að hafa sópað til sín meirihluta verðlaunagripanna í dag.
Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag.
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum undir 19 árs aldri tapaði óvænt gegn Grikklandi í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016.
Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum.
Íslenska landsliðið skipað stelpum undir 19 ára aldri byrjaði undankeppni EM 2016 af krafti í dag með 6-1 sigri á Georgíu í Sviss.
Íslenska kvennalandsliðið hóf í dag undirbúninginn fyrir undankeppni EM 2017 sem hefst á þriðjudaginn eftir viku en liðið leikur æfingarleik gegn Slóvakíu á fimmtudaginn.
Breiðablik kórónaði frábært tímabil í Pepsi-deild kvenna með 3-0 sigri á ÍBV í lokaumferðinni. Blikar fóru taplausir í gegnum sumarið og unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í allt sumar og það þarf að fara aftur til ársins 1996 til að finna jafn góða vörn í efstu deild kvenna.
Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og hreppti þar af leiðandi Gullskóinn eftirsótta. Gullskóinn hlýtur sú markahæsta í Pepsi-deildinni, en einnig er silfur- og bronsskórinn veittur.
Íslandsmeistaratitillinn í Pepsi-deild kvenna fór á loft í dag, en Breiðablik hampaði titlinum eftir 3-0 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli í dag.
Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu fór fram í dag. Lítil sem engin spenna var - þar sem ljóst var hvaða lið myndu falla og hvaða lið yrði meistari.
Fanndís Friðriksdóttir varð Íslandsmeistari með Breiðabliki eftir tíu ára bið. Hún á gullskóinn vísan og segist vera þroskaðri leikmaður nú en áður. Í viðtali við Fréttablaðið fer hún yfir tímabilið hjá sér og liðinu og segir frá töframanninum sem á sinn þátt í titlinum.
ÍA vann sér nú rétt í þessu sæti í Pepsi-deild kvenna eftir eins árs fjarveru.
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var brattur fyrir fyrsta leik í undankeppni EM 2017 er hann tilkynnti leikmannahópinn í dag. Sagðist hann vera glaður að sjá Margréti Láru vera komna af stað á fullu á ný.
FH vann sér í dag sæti í Pepsi-deild kvenna eftir eins árs fjarveru.
Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag.
Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag.
Sautjánda umferð Pepsi-deildar kvenna fór fram í heild sinni í dag.
Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld.
Afturelding vann afskaplega mikilvægan 2-1 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en með sigrinum halda leikmenn liðsins í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni.
Stjörnukonur héldu veikri von sinni um að verja Íslandsmeistaratitilinn á lífi með 2-1 sigri á ÍBV á Samsung-vellinum í kvöld. Þá skaust Fylkir upp fyrir Val með öruggum 6-0 sigri á Þrótt á sama tíma og Valskonur töpuðu 0-4 gegn Þór/KA.
Selfoss og Breiðablik skildu jöfn 1-1 á Selfossi í Pepsí deild kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik er því enn einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum þegar tvær umferðir eru eftir.
Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari kvenna og Ólafsvíkingar komist upp í Pepsi-deild karla.
"Þetta gerist ekki sætara. Sigrar eru eiginlega alltaf sætari þegar maður lendir undir og er búinn að vera í basli og nær að snúa blaðinu við,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar í dag í bikarúrslitunum.
"Mér fannst við sýna ótrúlega mikil gæði í fyrri hálfleik og sýna hversu ótrúlega langt liðið er komið á fáum árum,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Stjörnunni í dag.
"Þetta er held ég sætasti bikarúrslitaleikur sem ég hef spilað,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eftir að hafa tekið við bikarnum í dag.
Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð.
Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag.