Besti vallarstjóri Íslands í dag: Mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:01 Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira