Nýliðar Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna hafa samið við tvær brasilískar landsliðskonur.
Thaisa de Moraes Rosa er 28 ára gamall miðjumaður. Hún hefur leikið 29 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað tvö mörk.
Thaisa var í leikmannahópi brasilíska landsliðsins á HM 2015 og á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra.
Rilany Aguiar da Silva er þrítugur kantmaður sem hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Brasilíu.
Þær stöllur hafa spilað með Foz Cataratas og Ferroviária í heimalandinu og með Tyresö í Svíþjóð. Þær spiluðu m.a. með sænska liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2014.
