Ó, þessir heltönnuðu tímar Í pósthrúgunni sem beið mín eftir sumarfrí gat að líta athyglisverða gjöf frá Arion banka. Þar var á ferðinni Einkaklúbbskort og bæklingur með nöfnum fyrirtækjanna sem bjóða korthöfum upp á alls konar tilboð. Þar kennir ýmissa grasa, Bakþankar 19. júlí 2010 10:17
Útrýming mannkyns Hrikalega fögur vinkona mín sagði um daginn að vinkonur hennar væru í auknu mæli byrjaðar að sækja í yngri karlmenn. Á meðan ég fylgdist agndofa með sagði hún algengt að stelpur sem væru komnar um eða yfir miðjan þrítugsaldurinn skömmuðust sín ekkert fyrir að eiga rétt tæplega tvítuga kærasta og snéru þannig aldagömlum gildum á hvolf – gildum sem hafa viðhaldið lífi á jörðinni frá örófi alda. Bakþankar 17. júlí 2010 06:00
Syndir feðranna Í litlu samfélagi eins og á Íslandi verður það næstum hluti af refsingu fyrir glæpsamlegt athæfi að nafngreina glæpamenn og -konur opinberlega, í fjölmiðlum eða á netinu, þar sem allir þekkja alla og nafnið þitt segir hluta þjóðarinnar undir eins hver pabbi þinn er eða hvar þú gekkst í skóla. Þannig verður refsingin langvinnari og samfélagið allt tekur þátt í að fordæma hið ólöglega athæfi. Bakþankar 16. júlí 2010 06:00
Þúsund þorskar Mér fannst alltaf að sérhver Íslendingur þyrfti að geta sagst hafa unnið í fiski, þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Síldarárin eru enda umvafin rómantík í hugum okkar. Ég var því með fiðrildi í maganum þegar ég var leidd inn í iðandi salinn í hvítum gúmmístígvélum. Í félagi við vinkonu hafði ég ráðið mig í vinnu í frystihúsi í þorpi við sjávarsíðuna og gat varla beðið eftir að demba mér í slorið. Sveitalubbinn ég hafði aldrei áður stigið inn í frystihús og yfirþyrmandi fisklyktin þrengdi sér inn um öll vit. Ég lét þó á engu bera og fylgdi verkstjóranum sem hraðstíg teymdi okkur um. Vinkonan var betur sett, alin upp í saltfiskvinnslu. Bakþankar 15. júlí 2010 06:00
Spádómsdýr á stórmótum Stjarna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, að minnsta kosti utan vallar, voru ekkert bölvuðu vuvuzela-lúðrarnir eftir allt saman. Þeir féllu algjörlega í skuggann af kolkrabbanum Páli, sem hefur verið daglegur gestur í fjölmiðlum víða um heiminn síðustu vikurnar, eftir því sem leið á mótið. Umræður færðust frá því hversu ótrúlega óþolandi lúðrarnir væru yfir í yfirnáttúrulega spádómsgáfu kolkrabbans. Ekki er víst öll vitleysan eins. Bakþankar 13. júlí 2010 00:01
Háspenna lífshætta Lyfjalaus lífsstíll hefur þótt svolítið smart undanfarin misseri. Þerapistar setja upp áhyggjuhrukkuna þegar fólk segist taka lyf þróuð til margra ára á rannsóknarstofum. Nágrannakonan lýsir því stolt yfir að hún gefi ekki börnunum sínum magnil eftir að hún las það í tímariti. Mörg hundruð ára rannsóknir læknavísindanna mega sín lítils gagnvart hveitilausum lífsstíl. Langskólagengnir læknar, fræði og vísindi geta verið úti. Bakþankar 12. júlí 2010 06:00
Molar um málfar og minni Málfarsráðunautur RÚV skrifaði umhugsunarverða grein í Fréttablaðið í vikunni, þar sem hann gagnrýndi skort á umburðarlyndi og þröngsýni í umræðu um íslenskt mál. Að hans mati er málumvöndun til marks um staðnaðan hugsunarhátt og vinnur gegn markmiðum um bætta Bakþankar 9. júlí 2010 06:00
Lögin við vinnuna Dökkur skýjabakkinn hleðst upp í takt við verkefnabunkann á borðinu mínu. Ég hef ekki séð til sólar í dag. Á erfitt með að halda mig að verki og held að hitastigið hljóti að vera dottið niður í eins stafs tölu. Hann virðist líka vera að hvessa og útundan mér heyri ég varað við því að vera á þvælingi með felli- eða hjólhýsi aftan í bílum. Svo taka fyrstu droparnir að falla. Bakþankar 8. júlí 2010 06:00
Réttlætið sigrar víst að lokum Það er frekar neyðarlegt að vera með sterka réttlætiskennd en telja sig sjaldnast í stakk búinn að takast á við þær afleiðingar sem framgangur réttvísinnar og réttlætis hefur í för með sér. Þessi neyðarlega staða síendurtekur sig þó á Íslandi rétt eins og þau skilaboð liggi í loftinu að þjóðin hafi ekki efni á að stjórnast af réttlætiskennd. Bakþankar 7. júlí 2010 06:00
Farsími stjórnar lífinu Nýjasta uppgötvun mín er sú að ég get ómögulega lifað án farsímans míns. Ég áttaði mig á þessu síðastliðinn laugardag. Þannig er mál með vexti að ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi í miðbænum, sem ekki er í frásögur færandi nema ég var örlítið sein fyrir og ætlaði mér að láta hana vita á leiðinni. Þá vill ekki betur til en svo að ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að síminn hafði orðið eftir heima, á eldhúsborðinu. Nú voru góð ráð dýr og ég flýtti mér sem mest ég mátti, lagði á Skólavörðuholtinu og hljóp niður Skólavörðustíginn þar sem ég mætti undrandi augum ferðamannanna á leiðinni. Á kaffihúsið var vinkonan líka sein. Bakþankar 6. júlí 2010 06:00
Hnattrænn skilningur Í fyrra var ég stödd á alþjóðlegri ljóðahátíð í Kolkata á Indlandi. Það var ljómandi skemmtilegt, naanbrauð snætt í hvert mál og handartak fólksins hlýlegra en víðast hvar annars staðar. Eftir tveggja daga linnulausan ljóðaflutning á bengölsku ákváðum við ferðafélagar mínir að bregða okkur á markað. Eitthvað forvitnilegt yrði maður nú að koma með heim frá þessum fjarlægu slóðum. Það var enginn vandi að rata því ekki leið á löngu þar til menn komu aðvífandi og smöluðu þeir okkur niður í steinsteyptan niðurgrafinn markað hvíslandi: „Sjöl, sjöl.“ Bakþankar 5. júlí 2010 06:00
Karamellurnar Sykur er ógeðslegur og síðustu vikur hef ég reynt að borða minna af honum. Ég borða voðalega lítið nammi, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skera niður neyslu á Lindubuffi og fílakaramellum. Ég er hins vegar búinn að vera háður gosdrykkjum lengi. Eina sem ég lét mig dreyma um sem barn var að eiga ísskáp fullan af litlum gosdósum en það endurspeglar grátlegt metnaðarleysi mitt gagnvart því sem hefur raunverulega merkingu í lífinu. Ég þurfti því aðeins að ráðast í kvalarfullum og hugsanlega lífshættulegan niðurskurð á Kóki. Bakþankar 3. júlí 2010 06:15
Gert er ráð fyrir stormi Um daginn var ég gestforeldri með dóttur minni í afmæli. Eins og þeir sem eignuðust börn sín að vetri til vita og öfundast endalaust út í er svo einfalt að halda sumarafmælin úti í garði. Smala saman fullt af krökkum, baka flotta köku og hleypa börnunum svo lausum í heilbrigðan leik úti í garði. Í þessu afmæli hafði meira að segja verið blásið til hoppikastala þar sem glaðlegur dreki gnæfði yfir gesti og veifaði. Bakþankar 2. júlí 2010 06:00
Að falla í stafi Ég hef oft velt fyrir mér orðtakinu að falla í stafi. Merkingin rekur rætur sínar til þess þegar tunna dettur í sundur. Stafirnir (viðurinn) losna frá járngjörðinni og tunnan fellur í parta. Bakþankar 1. júlí 2010 07:00
Mannréttindi í stað útrásar Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk. Bakþankar 30. júní 2010 07:30
Naglinn á höfðinu Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var víst rætt um ýmislegt, og sumt vakti meiri athygli en annað. Í einni frétt sá ég minnst á það að tekist var á um jafnréttismál, eins og það var orðað í fréttinni. Sökum gífurlegrar forvitni fletti ég upp umræðum um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega var á dagskránni, og horfði á nokkrar ræður. Bakþankar 29. júní 2010 07:15
Ábyrgð í undirheimum Fullorðnir eiga oft í mestu vandræðum með að þræla sér í gegnum dags dagleg mannleg samskipti. Enda eru þau sannarlega ekki alltaf rakin. Fjölskyldur eru flóknari þar sem oft óskyldur hópur kemur að einu barni. Tvær mömmur og tveir pabbar, sumarfrí sem þarf að skipuleggja og uppeldisaðferðir sem þarf að samræma. Fjölskyldan er ekki lengur afmarkaður kjarnakimi sem getur tekið ákvarðanir sóló. Samsett fjölskylda í Álfheimum sem vill víxla pabbahelgum, getur átt í mestu vandræðum þar sem uppstokkun á helginni þýðir að faðirinn með helgarnar í Vesturbænum þarf þá að samræma helgarnar með börnum nýju konunnar í Mosó. Stjúptengslakeðjan getur spannað mörg bæjarfélög og haft áhrif allt norður á Húsavík. Bakþankar 28. júní 2010 06:00
Kettir og menn Ef ég mætti velja mér að vera dýr myndi ég vilja vera köttur. Mér finnst makalaust hvað köttum getur liðið vel þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Það eitt að sjá kött rísa á fætur eftir góðan blund, geispa duglega og teygja svo makindalega úr öllum skrokknum, allt frá hnakka og aftur í rófubrodd, hlýtur að hafa heilsusamleg áhrif á hvern mann. Bakþankar 26. júní 2010 06:00
Snilldin ein Ég er að verða miðaldra. Jú, víst. Ég man nefnilega eftir því þegar orðið ágætt þýddi mjög gott eða jafnvel afbragð. Í skólanum mínum, Fossvogsskóla, voru gefnar einkunnirnar: Sæmilegt, gott, mjög gott og ágætt. Í þessari röð. Sæmilegt var verst, ágætt best. Nú til dags þýðir ágætt ekki nema svona lala, eiginlega bara sæmilegt. Ágætt og sæmilegt hafa flast út og eru nú samheiti. Bakþankar 25. júní 2010 06:00
Hvað er lífið – þetta er lífið! Heima hjá mér lékum við leik fyrir stuttu sem gekk út á það að koma með hugmyndir að því hvað lífið er. Í anda upphrópunarinnar: "Þetta er lífið!" Svona eins og maður segir það fullur af hamingju og lífsgleði. Bakþankar 24. júní 2010 06:00
Blessuð vertu þjóðkirkja Þótt ég sé af rómantískara kyninu hef ég aldrei borið þann draum í brjósti að ganga tárvot inn kirkjugólf. Ég fæ dálitla gæsahúð og mér liggur við yfirliði, bara við tilhugsunina. Bakþankar 22. júní 2010 06:00
Dýrmæta sumarvinnan Um leið og vorprófunum lauk fór ég að svipast um eftir vinnu. Þá var skólaárið mun styttra en nú og miðaðist við að börn gætu aðstoðað við sauðburð og réttir. Þótt foreldrar mínir ættu ekki fjárstofn á vappi um Safamýrina mátti ég ekki slá slöku við. Barn að aldri gætti ég því annarra barna. Síðan seldi ég blöð. Það fannst mér reyndar asnaleg vinna en hei, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Sumarvinnan reyndist mér góð. Hún tamdi mér snefil af ábyrgðarkennd og samviskusemi, auk þess sem hún opnaði augu mín fyrir aðstæðum annarra. Bakþankar 21. júní 2010 06:00
Atli Fannar Bjarkarson: Mannakjöt á grillið George Costanza, litli sköllótti sérvitringurinn í Seinfeld-þáttunum, fór eftir reglunum vegna þess að hann vildi ekki vera áberandi. Hann sagði einu sinni að hann myndi ganga í flaueli frá toppi til táar, ef samfélagið samþykkti það. Síðasti Seinfeld-þátturinn fór í loftið fyrir tólf árum og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Þeir sem þora eru tískulöggur nútímans og flauelsblæti George Costanza yrði tæpast það félagslega sjálfsmorð sem það var vafalaust í New York á tíunda áratugnum. Bakþankar 19. júní 2010 06:00
Ragnheiður Tryggvadóttir: Kakó á brúsa og smurt Hæ hó jibbíjei og jibbíjei sönglar í höfðinu á mér í dag, þjóðhátíðardaginn. Fólk fer að tygja sig niður í bæ fljótlega, bregður sér í betri fötin og stingur niður regnhlífum til öryggis. Svo hefst hringsólið við að finna stæði, rosaleg mannmergð er þetta alltaf hreint. Bakþankar 17. júní 2010 06:00
Kolbeinn Óttarsson Proppe: Gullfiskahjálparstarfið Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, misskjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima. Bakþankar 16. júní 2010 06:00
Skrattinn og amman Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta. Bakþankar 14. júní 2010 10:38
Stefnumót við heiminn Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur. Bakþankar 12. júní 2010 06:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun