Háspenna lífshætta Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 12. júlí 2010 06:00 Lyfjalaus lífsstíll hefur þótt svolítið smart undanfarin misseri. Þerapistar setja upp áhyggjuhrukkuna þegar fólk segist taka lyf þróuð til margra ára á rannsóknarstofum. Nágrannakonan lýsir því stolt yfir að hún gefi ekki börnunum sínum magnil eftir að hún las það í tímariti. Mörg hundruð ára rannsóknir læknavísindanna mega sín lítils gagnvart hveitilausum lífsstíl. Langskólagengnir læknar, fræði og vísindi geta verið úti. Lyf eru ekki gallalaus og stundum eru þau misnotuð. Oftast bæta þau þó heilsufar, bjarga mannslífum og gera lífið betra fyrir fólk með langvinna, ólæknandi sjúkdóma. Fólk sem þarf að taka lyf, þá sérstaklega geðlyf, lendir þó oftar en ekki í ó-um og æ-um - „svo rosaleg þessi lyf." Fárveikir einstaklingar, sem gætu átt góða von um bata með hjálp lyfja tvístíga oft lengi, verða jafnvel veikari og veikari, áður en læðst er í skjóli myrkurs til geðlæknis. Fordómar í garð geðsjúkdóma eru auðvitað gömul saga og ný. Að veikt fólk reyni að bæta líf sitt með því að leita lyflækninga við þeim, er um leið næstum tabú. Og er ekki síst að finna meðal þeirra sem telja sig svo víðsýna og opna fyrir nýjum hlutum. Mér eru eftirminnilegir heimildarþættir breska leikarans Stephen Fry um geðhvörf. Þar ræddi hann við sjúklinga sem notuðu lyf við sínum sjúkdómi og svo hina sem eru svo háðir maníunni sem fylgir geðhvörfum að þeir geta ekki hugsað sér lífið án hennar. Einn af hverjum fjórum sem greindir eru með geðhvörf og taka ekki lyf endar á því að taka eigið líf í niðurtúrum sem koma í kjölfar hápunktanna. Stephen sjálfur tekur ekki lyf, hann einfaldlega elskar ástandið og er reiðubúinn til að taka áhættuna sem þeirri ákvörðun fylgir. Í lok þáttarins leið mér svolítið eins og ég hefði verið að horfa á þátt um eiturlyfjaneytanda. Sem veit að kókaínið mun kannski drepa hann einn daginn - en tekur þá áhættu því fíknin er svo dýrleg. Eftir meira en klukkutíma fræðslu um geðhvörf, bi-polar sjúkdóm, og oflætishlið sjúkdómsins sem er skemmtileg meðan hún stendur, en hættuleg og því ekki eftirsóknarverð, sagði Stephen Fry að hann vildi samt ekki fórna henni með því að taka lyf. Fólk kýs sjálft hvernig það meðhöndlar sjúkdóma sína, en hrifningin sem þessi þáttur vakti, var umhugsunarefni. Er lyfjalaust líf orðið svo frábært að við dáumst jafnvel að þeim sem leggja sig í lífshættu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Lyfjalaus lífsstíll hefur þótt svolítið smart undanfarin misseri. Þerapistar setja upp áhyggjuhrukkuna þegar fólk segist taka lyf þróuð til margra ára á rannsóknarstofum. Nágrannakonan lýsir því stolt yfir að hún gefi ekki börnunum sínum magnil eftir að hún las það í tímariti. Mörg hundruð ára rannsóknir læknavísindanna mega sín lítils gagnvart hveitilausum lífsstíl. Langskólagengnir læknar, fræði og vísindi geta verið úti. Lyf eru ekki gallalaus og stundum eru þau misnotuð. Oftast bæta þau þó heilsufar, bjarga mannslífum og gera lífið betra fyrir fólk með langvinna, ólæknandi sjúkdóma. Fólk sem þarf að taka lyf, þá sérstaklega geðlyf, lendir þó oftar en ekki í ó-um og æ-um - „svo rosaleg þessi lyf." Fárveikir einstaklingar, sem gætu átt góða von um bata með hjálp lyfja tvístíga oft lengi, verða jafnvel veikari og veikari, áður en læðst er í skjóli myrkurs til geðlæknis. Fordómar í garð geðsjúkdóma eru auðvitað gömul saga og ný. Að veikt fólk reyni að bæta líf sitt með því að leita lyflækninga við þeim, er um leið næstum tabú. Og er ekki síst að finna meðal þeirra sem telja sig svo víðsýna og opna fyrir nýjum hlutum. Mér eru eftirminnilegir heimildarþættir breska leikarans Stephen Fry um geðhvörf. Þar ræddi hann við sjúklinga sem notuðu lyf við sínum sjúkdómi og svo hina sem eru svo háðir maníunni sem fylgir geðhvörfum að þeir geta ekki hugsað sér lífið án hennar. Einn af hverjum fjórum sem greindir eru með geðhvörf og taka ekki lyf endar á því að taka eigið líf í niðurtúrum sem koma í kjölfar hápunktanna. Stephen sjálfur tekur ekki lyf, hann einfaldlega elskar ástandið og er reiðubúinn til að taka áhættuna sem þeirri ákvörðun fylgir. Í lok þáttarins leið mér svolítið eins og ég hefði verið að horfa á þátt um eiturlyfjaneytanda. Sem veit að kókaínið mun kannski drepa hann einn daginn - en tekur þá áhættu því fíknin er svo dýrleg. Eftir meira en klukkutíma fræðslu um geðhvörf, bi-polar sjúkdóm, og oflætishlið sjúkdómsins sem er skemmtileg meðan hún stendur, en hættuleg og því ekki eftirsóknarverð, sagði Stephen Fry að hann vildi samt ekki fórna henni með því að taka lyf. Fólk kýs sjálft hvernig það meðhöndlar sjúkdóma sína, en hrifningin sem þessi þáttur vakti, var umhugsunarefni. Er lyfjalaust líf orðið svo frábært að við dáumst jafnvel að þeim sem leggja sig í lífshættu?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun