Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum við dyr Alþingis Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum á gangstéttina við dyr Alþingishússins í nótt. Þannig mótmælti hann stöðvun strandveiða við Ísland en vertíðin þetta sumarið var sú stysta frá því strandveiðar hófust. Innlent 12. júlí 2023 12:03
Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 10. júlí 2023 16:26
„Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. Innlent 10. júlí 2023 13:10
„Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“ Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar. Innlent 10. júlí 2023 13:00
Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, er látinn Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látinn, níutíu og sex ára að aldri. Innlent 9. júlí 2023 21:31
Ólíklegt að slitni upp úr samstarfinu núna Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á ekki von á því að það slitni upp út stjórnarsamstarfi Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þrátt fyrir þrjú stór deilumál um hvalveiðar, sölu Íslandsbanka og nú nýjast Lindarhvoll. Óvanalegt sé að fá svona mál upp að sumri en samstarfið virðist sterkt. Innlent 9. júlí 2023 13:01
Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 8. júlí 2023 14:20
Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. Innlent 8. júlí 2023 12:09
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. Innlent 8. júlí 2023 11:09
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. Innlent 8. júlí 2023 10:38
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? Innlent 7. júlí 2023 13:09
Project Lindarhvoll Greinargerð ríkisendurskoðanda sýnir hvernig helsti ráðgjafi fjármálaráðuneytisins mætir á fyrsta stjórnarfund Lindarhvols með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Þannig er lagt af stað í það verkefni að selja stöðugleikaeignir hrunbankanna á útsölu - verkefni sem átti að vera til fyrirmyndar þar sem andvirði eignanna væri hámarkað. Skoðun 7. júlí 2023 12:30
„Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Innlent 7. júlí 2023 11:36
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. Innlent 6. júlí 2023 21:01
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Innlent 6. júlí 2023 19:18
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. Innlent 6. júlí 2023 16:02
Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. Innlent 6. júlí 2023 14:29
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. Innlent 6. júlí 2023 13:18
Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 5. júlí 2023 06:34
Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. Innlent 4. júlí 2023 09:50
Lægsta tilboði hafnað 44 sinnum á síðustu fimm árum Vegagerðin hafnaði lægsta tilboði í útboði 44 sinnum á síðustu fimm árum. Á sama tíma voru 489 samningar undirritaðir. Innlent 3. júlí 2023 12:24
Ekki hægt að svara því hvort stjórnmálamenn hafi verið hleraðir Dómsmálaráðherra segist ekki getað svarað fyrirspurn um mögulegar hleranir lögreglu á alþingismönnum eða öðrum stjórnmálamönnum, þar sem störf eða embætti manna séu ekki skráð í LÖKE. Innlent 3. júlí 2023 07:00
Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Innlent 2. júlí 2023 12:27
Frásagnir af dauða grasrótarinnar stórlega ýktar Þingflokksformaður Pírata segir fregnir af dauða grasrótar flokksins stórlega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á umræðu- og kosningavef flokksins undanfarin tvö ár. Þingflokksformaðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heimsfaraldur. Flokkurinn er sem stendur húsnæðislaus. Innlent 1. júlí 2023 23:29
Krefjast birtingar á starfslokasamningi Birnu: „Auðvitað á að birta hann strax“ Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar, einn úr hverjum stjórnarflokkanna þriggja, hafa óskað eftir því að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, sem sagði upp störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í vikunni, verði birtur. Innlent 1. júlí 2023 20:03
Ábyrgðarlaust Alþingi þar sem hver bendir á annan Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata ritar athyglisverða grein þar sem hann fer yfir upplifun sína af þingstörfunum og starfsemi Alþingis. Og þar er ekkert endilega fagurt um að litast. Innlent 29. júní 2023 11:02
Hver bendir á annan á þingi Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara. Skoðun 29. júní 2023 10:37
Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Skoðun 29. júní 2023 07:30
Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Skoðun 29. júní 2023 07:01
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. Viðskipti innlent 28. júní 2023 15:58