Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 00:59 Þorsteinn Pálsson, Páll Magnússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spáðu í spilin. Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“ Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira