„Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:36 Inga Sæland sagðist lesa það í niðurstöður kosninganna að þjóðin væri að refsa stjórnarflokkunum grimmilega. Hún lofaði engu en virtist vilja gefa „kvennastjórninni“ sem virðist vera að teiknast upp: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, tækifæri. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði nú rétt í þessu, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að kosingarnar væru sögulegar – þær eigi eflaust eftir að fara á spjöld sögunnar. „Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
„Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira