Grænland sé ekki til sölu
Utanríkisráðherra segir blikur á lofti í alþjóðamálum og að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti hefur látið í ljós að hann ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða.