Öndin Keks gleður íbúa
Við skulum líta til Þýskalands þar sem öndin Keks hefur glatt íbúa hjúkrunarheimilis í bænum Bredstedt, skammt frá landamærum Þýskalands og Danmerkur. Þar var nýlega ráðin kona sem kemur reglulega með ýmis dýr til að gleðja heimilisfólkið – meðal annars hænur, endur, hunda og skjaldböku.