Segir allt of mikið af ungu fólki gera ekki neitt
Táningur sem var að opna sinn eiginn veitingastað ásamt fjórum vinum sínum segir allt of mikið af ungu fólki í dag gera ekki neitt. Hann vonast til að framtak hans og félaganna verði öðrum ungmennum hvatning til að gera eitthvað með líf sitt.