Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll
Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag.