Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Aron Guðmundsson skrifar 31. janúar 2026 09:38 Gísli Þorgeir og Ómar Ingi eru tveir af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins, á því liggur enginn vafi. Vísir/Samsett Sérfræðingar Besta sætisins eru á því að finna þurfi jafnvægið á milli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar í leik íslenska landsliðsins. Þegar að það náist geti farið að horfa í að vinna till gullverðlauna á stórmóti. Strákarnir okkar sýndu fram á hetjulega baráttu í Boxen í gær gegn ógnarsterku liði Danmerkur sem spilaði á heimavelli fyrir framan tæplega 15 þúsund Dani. Leikurinn tapaðist með þremur mörkum, 31-28, og var jafn lengi vel en Danirnir, með Mathias Gidsel, sýndu sín gæði undir lokin og bókuðu sér farmiða í úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum Alfreðs Gíslasonar. Þeir Einar Jónsson og Rúnar Kárason, sérfræðingar Besta sætisins, gerðu upp undanúrslitaleikinn. Gísli Þorgeir hefur verið með bestu leikmönnum Evrópumótsins til þessa, gjörsamlega stórkostlegur og illviðráðanlegur í sóknarleikum fyrir varnir andstæðinga íslenska landsliðsins. Á sama tíma hefur verið kallað eftir meiru frá Ómari Inga sem hefur þó, svo það sé sagt, verið flottur á mótinu en væntingarnar til hans sem eins af bestu leikmönnum heims, eru það miklar að stórkostlegar frammistöður þarf frá honum til þess að Ómar uppfylli væntingarnar í sinn garð. Talað erum Ómar og Mathias Gidsel, stjörnu danska landsliðsins og Fusche Berlin í sömu andrá í þýsku úrvalsdeildinni. Gidsel er besti handboltamaður í heimi en bilið er of mikið á milli þeirra á þessu Evrópumóti að mati Rúnars Kárasonar, fyrrverandi landsliðsmanns Íslands. „Ég er ekki að drulla yfir Ómar, mér finnst þetta bara ekki vera óraunhæfar kröfur að setja á hann, að Ómar eigi að vera topp fimm besti leikmaðurinn á þessu móti. Hann er ekki búinn að vera það.“ Gísli Þorgeir og Ómar Ingi eru liðsfélagar hjá stórliði Magdeburg í þýskalandi en það er ekki oft á Evrópumótinu sem við höfum séð þá skara fram úr í leikjum Íslands á sama tíma. Það var til að mynda raunin gegn Dönum í gær þegar að Ómar Ingi var frábær og steig upp sem leiðtogi en Gísli Þorgeir náði ekki þeirri frammistöðu sem við höfðum séð fyrr á mótinu. „Gísli er búinn að vera frábær á mótinu, stíga upp sem leiðtogi og framlag hans á mótinu, hvernig hann er að skapa færi og allt annað. Gísli hefur gert rosalega lítið vitlaust, hann hefur verið stórkostlegur og yndislegt að sjá Gísla í þessari útgáfu. Þetta er Magdeburgar útgáfan að Gísla sem við erum loksins að njóta. Það eru forréttindi. Næsta skref hlýtur að vera að hjálpa Ómari að ná algjörlega því besta úr sér með landsliðinu. Það er alltaf hægt að ræða um eitthvað jafnvægi, það að Gísli sé í þessari útgáfu taki aðeins of mikið pláss frá Ómari. Ég veit það ekki, ég er bara að velta steinum núna en ef við ætlum alla leið þá verður jafnvægið á milli Gísla og Ómars að vera upp á 10,5. Ég er ekki viss um að það sé staðan eins og sakir standa. Einar tók undir mat Rúnars. „Við erum enn að reyna þreifa okkur áfram hvað þetta varðar,“ bætti Einar við. „Gísli Þorgeir er búnn að vera stórkostlegur í öllum leikjunum, nema í þessum leik gegn Dönum og þá er Ómar Ingi frábær. Það væri rosalega gott að fá jafnvægið þarna, að þeir væru báðir góðir. Það yrði geggjað og er kannski næsta skref. Þeir gera það í Magdeburg. Við þurfum þetta jafnvægi á milli þeirra og það er eitthvað sem kannski þeir tveir, hver fyrir sig eða Snorri Steinn finnur út úr. Þegar að það næst þá held ég að við séum að fara vinna gullið í þessu. Maður sér þetta hjá Pytlick og Gidsel í danska landsliðinu, þeir ná ótrúlega vel saman.“ Hægt er að hlusta á yfirferð Besta sætisins á leik Íslands og Danmerkur og meira til í spilaranum hér fyrir ofan eða í gegnum hlaðvarpsveitur hér fyrir neðan. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Strákarnir okkar sýndu fram á hetjulega baráttu í Boxen í gær gegn ógnarsterku liði Danmerkur sem spilaði á heimavelli fyrir framan tæplega 15 þúsund Dani. Leikurinn tapaðist með þremur mörkum, 31-28, og var jafn lengi vel en Danirnir, með Mathias Gidsel, sýndu sín gæði undir lokin og bókuðu sér farmiða í úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum Alfreðs Gíslasonar. Þeir Einar Jónsson og Rúnar Kárason, sérfræðingar Besta sætisins, gerðu upp undanúrslitaleikinn. Gísli Þorgeir hefur verið með bestu leikmönnum Evrópumótsins til þessa, gjörsamlega stórkostlegur og illviðráðanlegur í sóknarleikum fyrir varnir andstæðinga íslenska landsliðsins. Á sama tíma hefur verið kallað eftir meiru frá Ómari Inga sem hefur þó, svo það sé sagt, verið flottur á mótinu en væntingarnar til hans sem eins af bestu leikmönnum heims, eru það miklar að stórkostlegar frammistöður þarf frá honum til þess að Ómar uppfylli væntingarnar í sinn garð. Talað erum Ómar og Mathias Gidsel, stjörnu danska landsliðsins og Fusche Berlin í sömu andrá í þýsku úrvalsdeildinni. Gidsel er besti handboltamaður í heimi en bilið er of mikið á milli þeirra á þessu Evrópumóti að mati Rúnars Kárasonar, fyrrverandi landsliðsmanns Íslands. „Ég er ekki að drulla yfir Ómar, mér finnst þetta bara ekki vera óraunhæfar kröfur að setja á hann, að Ómar eigi að vera topp fimm besti leikmaðurinn á þessu móti. Hann er ekki búinn að vera það.“ Gísli Þorgeir og Ómar Ingi eru liðsfélagar hjá stórliði Magdeburg í þýskalandi en það er ekki oft á Evrópumótinu sem við höfum séð þá skara fram úr í leikjum Íslands á sama tíma. Það var til að mynda raunin gegn Dönum í gær þegar að Ómar Ingi var frábær og steig upp sem leiðtogi en Gísli Þorgeir náði ekki þeirri frammistöðu sem við höfðum séð fyrr á mótinu. „Gísli er búinn að vera frábær á mótinu, stíga upp sem leiðtogi og framlag hans á mótinu, hvernig hann er að skapa færi og allt annað. Gísli hefur gert rosalega lítið vitlaust, hann hefur verið stórkostlegur og yndislegt að sjá Gísla í þessari útgáfu. Þetta er Magdeburgar útgáfan að Gísla sem við erum loksins að njóta. Það eru forréttindi. Næsta skref hlýtur að vera að hjálpa Ómari að ná algjörlega því besta úr sér með landsliðinu. Það er alltaf hægt að ræða um eitthvað jafnvægi, það að Gísli sé í þessari útgáfu taki aðeins of mikið pláss frá Ómari. Ég veit það ekki, ég er bara að velta steinum núna en ef við ætlum alla leið þá verður jafnvægið á milli Gísla og Ómars að vera upp á 10,5. Ég er ekki viss um að það sé staðan eins og sakir standa. Einar tók undir mat Rúnars. „Við erum enn að reyna þreifa okkur áfram hvað þetta varðar,“ bætti Einar við. „Gísli Þorgeir er búnn að vera stórkostlegur í öllum leikjunum, nema í þessum leik gegn Dönum og þá er Ómar Ingi frábær. Það væri rosalega gott að fá jafnvægið þarna, að þeir væru báðir góðir. Það yrði geggjað og er kannski næsta skref. Þeir gera það í Magdeburg. Við þurfum þetta jafnvægi á milli þeirra og það er eitthvað sem kannski þeir tveir, hver fyrir sig eða Snorri Steinn finnur út úr. Þegar að það næst þá held ég að við séum að fara vinna gullið í þessu. Maður sér þetta hjá Pytlick og Gidsel í danska landsliðinu, þeir ná ótrúlega vel saman.“ Hægt er að hlusta á yfirferð Besta sætisins á leik Íslands og Danmerkur og meira til í spilaranum hér fyrir ofan eða í gegnum hlaðvarpsveitur hér fyrir neðan.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira