Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2026 10:38 Ráðherra leggur til að leigubifreiðastöðvar haldi atvikaskrá, hafi verðskrá sýnilega og haldi rafræna skrá um allar ferðir. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmiðið með tillögunum sé að tryggja skilvirka og örugga þjónustu fyrir neytendur og efla eftirlit með leigubifreiðaþjónustu. Frestur til að skila inn umsögn um breytingarnar er til og með fimmtudeginum 12. mars. Breytingartillögurnar eru liður í heildarendurskoðun á lagaumhverfi fyrir leigubifreiðaþjónustu. Fyrr í vetur mælti innviðaráðherra á Alþingi einnig fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem fjallað er um breytingar á stöðvaskyldu, rafrænt eftirlit og neytendavernd. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Einnig er að störfum starfshópur á vegum ráðherra sem mun, samkvæmt tilkynningu, meta þörf á frekari breytingum. Eyjólfur Ármannsson leggur til breytingu á lögum og reglugerð sem snýr að leigubílaakstri. Vísir/Vilhelm „Farþegar í leigubifreiðum eiga rétt á öryggi og gagnsæju verðlagi. Jafnframt eiga leigubílstjórar rétt á starfsumhverfi þar sem leikreglur eru skýrar og þeim fylgt eftir. Við innleiðum því nýtt nútímalegt kerfi þar sem skýrar kröfur og virkt eftirlit kemur í veg fyrir óreiðu. Þjónusta leigubifreiða er hluti af daglegu lífi landsmanna og mótar jafnframt fyrstu og síðustu upplifun ferðamanna. Því verður þjónusta að einkennast af trausti, fagmennsku og gestrisni,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Reglulegt eftirlit með leyfishöfum Aðrar breytingar sem hann leggur til að verði gerðar á reglugerðinni eru að Samgöngustofu beri að framkvæma árlegt eftirlit með leyfishöfum, koma upp sérstöku áhættumatskerfi og sinna frekara eftirliti á grundvelli þess. Þá leggur hann einnig til að Samgöngustofu verði falið að gera árlega skýrslu um framkvæmd eftirlits. Þá er einnig lagt til að leyfishafa verði gert að þreyta próf við endurnýjun réttinda, að próftaka fari fram án utanaðkomandi aðstoðar og að Samgöngustofa eigi að hafa eftirlit með viðurkenndum námskeiðshöldurum. Ekki er tekið fram í reglugerð hvers konar aðstoð er verið að meina við próftöku en það hefur verið gagnrýnt að þeir sem þreyta prófið og taka ekki íslensku megi vera með síma eða túlk. Stöðvar setji sér hátternisreglur Þá er í breytingunum á reglugerðinni einnig gert ráð fyrir að leigubifreiðastöðvar setji sér og birti hátternisreglur, haldi rafræna atvikaskrá um frávik í starfsemi, brot á lögum og kvartanir neytenda, geri ítarlegri kröfur um framsetningu á verðskrá og sýnileika á leyfisskírteini í leigubifreiðum og haldi rafræna skrá yfir allar seldar ferðir. Gert verði ráð fyrir að upplýsingar úr henni verði gerðar aðgengilegar eftirlitsaðilum í rauntíma í gegnum örugga vefgátt. Þá er að lokum gert ráð fyrir að leyfishafi tilkynni Samgöngustofu um úrskurði eftirlitsaðila, til dæmis Neytendastofu, vegna lögbrota. Slík brot geti jafnframt talist brot á góðum viðskiptaháttum og leitt til leyfissviptingar. Bílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Leigubílar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmiðið með tillögunum sé að tryggja skilvirka og örugga þjónustu fyrir neytendur og efla eftirlit með leigubifreiðaþjónustu. Frestur til að skila inn umsögn um breytingarnar er til og með fimmtudeginum 12. mars. Breytingartillögurnar eru liður í heildarendurskoðun á lagaumhverfi fyrir leigubifreiðaþjónustu. Fyrr í vetur mælti innviðaráðherra á Alþingi einnig fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem fjallað er um breytingar á stöðvaskyldu, rafrænt eftirlit og neytendavernd. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Einnig er að störfum starfshópur á vegum ráðherra sem mun, samkvæmt tilkynningu, meta þörf á frekari breytingum. Eyjólfur Ármannsson leggur til breytingu á lögum og reglugerð sem snýr að leigubílaakstri. Vísir/Vilhelm „Farþegar í leigubifreiðum eiga rétt á öryggi og gagnsæju verðlagi. Jafnframt eiga leigubílstjórar rétt á starfsumhverfi þar sem leikreglur eru skýrar og þeim fylgt eftir. Við innleiðum því nýtt nútímalegt kerfi þar sem skýrar kröfur og virkt eftirlit kemur í veg fyrir óreiðu. Þjónusta leigubifreiða er hluti af daglegu lífi landsmanna og mótar jafnframt fyrstu og síðustu upplifun ferðamanna. Því verður þjónusta að einkennast af trausti, fagmennsku og gestrisni,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Reglulegt eftirlit með leyfishöfum Aðrar breytingar sem hann leggur til að verði gerðar á reglugerðinni eru að Samgöngustofu beri að framkvæma árlegt eftirlit með leyfishöfum, koma upp sérstöku áhættumatskerfi og sinna frekara eftirliti á grundvelli þess. Þá leggur hann einnig til að Samgöngustofu verði falið að gera árlega skýrslu um framkvæmd eftirlits. Þá er einnig lagt til að leyfishafa verði gert að þreyta próf við endurnýjun réttinda, að próftaka fari fram án utanaðkomandi aðstoðar og að Samgöngustofa eigi að hafa eftirlit með viðurkenndum námskeiðshöldurum. Ekki er tekið fram í reglugerð hvers konar aðstoð er verið að meina við próftöku en það hefur verið gagnrýnt að þeir sem þreyta prófið og taka ekki íslensku megi vera með síma eða túlk. Stöðvar setji sér hátternisreglur Þá er í breytingunum á reglugerðinni einnig gert ráð fyrir að leigubifreiðastöðvar setji sér og birti hátternisreglur, haldi rafræna atvikaskrá um frávik í starfsemi, brot á lögum og kvartanir neytenda, geri ítarlegri kröfur um framsetningu á verðskrá og sýnileika á leyfisskírteini í leigubifreiðum og haldi rafræna skrá yfir allar seldar ferðir. Gert verði ráð fyrir að upplýsingar úr henni verði gerðar aðgengilegar eftirlitsaðilum í rauntíma í gegnum örugga vefgátt. Þá er að lokum gert ráð fyrir að leyfishafi tilkynni Samgöngustofu um úrskurði eftirlitsaðila, til dæmis Neytendastofu, vegna lögbrota. Slík brot geti jafnframt talist brot á góðum viðskiptaháttum og leitt til leyfissviptingar.
Bílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Leigubílar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira