Handbolti

Sjáðu myndirnar: Lét ó­vin Ís­lands heyra það og er nú mætt í stuðið í Mal­mö

Aron Guðmundsson skrifar
Alma Möller, heilbrigðisráðherra ætlar að vera vel merkt í stúkunni
Alma Möller, heilbrigðisráðherra ætlar að vera vel merkt í stúkunni Vísir/Vilhelm

Ísland mætir Slóveníu í lokaleik liðanna í milliriðlum EM í handbolta klukkan hálf þrjú. Sigur tryggir Íslandi sæti í undanúrslitum mótsins. Þúsundir Íslendinga verða í höllinni í Malmö og hafa hitað upp frá því í morgun.

Mikil spenna ríkir fyrir leik Strákanna okkar og verða þeir, líkt og áður, vel studdir af Íslendingum í stúkunni en íslenskir stuðningsmenn hafa vakið athygli á mótinu og verði landi og þjóð til sóma með stuðningi sínum. 

Stuðningsmenn landsliðsins hafa hitað upp fyrir leik dagsins allt frá því í morgun og ríkir sannkölluð þjóðhátíðarstemning í Malmö. Meðal þeirra sem er á svæðinu er Alma Möller, heilbrigðisráðherra, en hún hefur heldur betur látið til sín taka í stuðningi við liðið til þessa.

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, leit við á stuðningsmannahittingi Íslendinga í Malmö núna rétt áðan og tók meðfylgjandi myndir:

Íslensku fánalitirnir eru áberandi á fólki og ljóst að blátt haf tekur á móti Strákunum okkar í stúkunni á Malmö Arena.Vísir/Vilhelm
Það er mikilvægt að vökva sig vel fyrir átökin. Hér eru hressir Íslendingar.Vísir/Vilhelm
Gleðin við völd í MalmöVísir/Vilhelm
Símar á lofti, bros á hverjum manni en undir niðri kraumar væntanlega spenna og stressVísir/Vilhelm
Ísland best í heimiVísir/Vilhelm
Plötusnúðurinn vel merktur, íslenskt bindi og kappinn er klárVísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Andlitsmálun í boði fríkeypis, sleppir engin þannig tilboðiVísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Frjálsíþróttaparið Guðni Valur og Guðbjörg JónaVísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan hálf þrjú. Beina textalýsingu frá leiknum sem og upphitun fyrir hann má finna í gegnum eftirfarandi hlekk:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×