Lífið

„Ég er ó­léttur“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jóhann og Askur eiga von á barni saman.
Jóhann og Askur eiga von á barni saman.

Kærustuparið Jóhann Kristian Jóhannsson og Askur Árnason Nielsen eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sló í gegn í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón á Sýn.

Jóhann Kristian greinir frá fregnunum með myndaröð á Instagram. Á aðalmynd færslunnar má sjá sónarmyndina og litla samfellu sem á stendur: „Tveir pabbar. Tvöfalt fleiri pabbabrandarar.“

„Ég er óléttur!? hlakka svo til að hitta þig, hver sem þú verður - á nýja heimilinu þínu eru tveir kjánar sem geta ekki beðið eftir að verða pabbar, nokkrar kisur og heilmikið af ást ❤ svona þegar þú klárar að bakast 🧡“ skrifar Jóhann við færsluna.

Parið tók þátt í fyrra í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón? sem var sýnd á Stöð 2, sem var og hét og er enn aðgengileg á veitu Sýnar. Parið náði þar að lækka föst útgjöld sín um 34 þúsund krónur á mánuði og lögðu fyrir tæplega fimm hundruð þúsund krónur á einum mánuði. 

Markmið þeirra var að safna sér um þremur milljónum og freista þess að fjárfesta í eign með aðstoð hlutdeildarláns. Tókst þeim það að seríunni lokinni síðasta sumar. Horfa má á brot úr seríunni hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.