Lífið

Palli og Edgar fagna sambandsafmæli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Páll og Edgar á toppnum á Pride hátíðinni í Reykjavík í ágúst 2024.
Páll og Edgar á toppnum á Pride hátíðinni í Reykjavík í ágúst 2024. Vísir/Viktor Freyr

Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita hafa verið saman í þrjú ár í dag. Söngvarinn lætur þess getið á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir ljóð til síns heittelskaða.

„Þrjú ár saman í dag,“ skrifar Páll Óskar á Instagram á bæði íslensku og spænsku. Hann greindi í fyrsta sinn frá því að hann hefði loksins fundið ástina í viðtali við Vísi sumarið 2023 þegar hann sagðist vera hamingjusamasti hommi í heimi, þá 53 ára að aldri. Í kjölfarið gaf hann út lagið Galið gott, ásamt Doctor Victor. Hann segir textann hafa komið til sín eftir að ástin barði að dyrum.

Það var svo um jólin 2023 sem Palli sagði frá því að hann hefði fundið ástina í örmum Edgars sem er upprunalega frá Venesúela og tilkynnti hann jafnframt að þeir væru trúlofaðir. 27. mars 2024 gengu þeir svo í hið heilaga. Palli sagði alla sem hann þekkja hafa sagt það sama: Þau hafi aldrei séð hann svona hamingjusaman í lífinu.

Nú skrifar Palli ljóð til síns heittelskaða.

„Náttúran var svo næs að búa okkur til

Hún er einn okkar stærsti aðdáandi

Almættið vill bara að ég elski þig meir

Og þannig búum við til mun betri heim

Við punktarnir tveir ❤️“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.