Handbolti

„Snorri á alla mína sam­úð“

Aron Guðmundsson skrifar
Snorri Steinn, landsliðsþjálfari Íslands á hliðarlínunni í leik dagsins
Snorri Steinn, landsliðsþjálfari Íslands á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Vilhelm

Farið var yfir svekkjandi jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðlum EM í handbolta í Besta sætinu. Mat sérfræðinga þáttarins var að það vantaði upp á skítavinnuna hjá Strákunum okkar og þá var Snorra Steini, landsliðsþjálfara sýnd samúð í þessari stöðu.

Ísland gerði 38-38 jafntefli við Sviss í þriðja leik milliriðilsins á EM í handbolta. Strákarnir okkar spiluðu slakan varnarleik, tókst samt að jafna leikinn undir lokin en náðu ekki að stela sigrinum í síðustu sókninni. Stigið gerir lítið fyrir liðið í baráttunni um undanúrslit og Ísland þarf að treysta á önnur úrslit.

Þeir Rúnar Kárason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og Sebastian Alexandersson, handboltaþjálfari fóru yfir leikinn með Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu.

„Það er bara skítavinnan sem vantar upp á, að leggja hart að sér og vera tilbúinn til þess að leggja á sig þessa ósýnilegu vinnu í vörninni. Það var það sem vantaði í leikinn. Það er bara erfitt og leiðinlegt en gefur mestu verðlaunin,“ sagði Rúnar Kárason. 

„Snorri á alla mína samúð. Hann reyndi alls konar uppstillingar og það virtist fátt ganga. Svo fann hann uppstillingu sem virkaði og hélt sér við hana,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Hann reyndi, þú sást það alveg.“

Hlusta má á uppgjör Besta sætisins í spilaranum hér fyrir ofan eða á hlaðvarpsveitum í gegnum neðangreinda hlekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×