Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2026 12:55 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að taka 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún tryggði sér í prófkjöri flokksins á laugardaginn, þegar hún tapaði slagnum um oddvitasætið. Frá þessu greinir Heiða í færslu á Facebook rétt í þessu. „Ég vil þakka öllum þeim studdu mig í forvali Samfylkingarinnar um liðna helgi. Ennfremur vil ég þakka, frá mínum dýpstu hjartarótum, þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem störfuðu með mér í aðdraganda forvalsins. Þó að niðurstaðan hafi verið mér vonbrigði þá finn ég til mikils þakklætis fyrir allan stuðninginn, óteljandi símtöl, greinar og skilaboð frá félögum og vinum á liðnum vikum og dögum. Það er gott að eiga góða að og hvatning ykkar síðustu daga hefur snert mig djúpt,“ segir Heiða meðal annars í færslunni. Þá ítrekar hún hamingjuóskir sínar til Péturs Marteinssonar sem hafði betur en Heiða í baráttunni um oddvitasætið. Þá þakkar hún öðrum meðframbjóðendum sínum fyrir baráttuna og óskar öllum þeim sem tryggðu sér sæti til hamingju með árangurinn. „Eftir samráð og samtöl við mína nánustu, stuðningsfólk og samstarfsólk í okkar samhenta meirihluta í borgarstjórn hef ég ákveðið að þiggja það sæti sem ég var kjörin í. Það er niðurstaða mín að þannig geti ég best áfram unnið jafnaðarstefnunni, jafnréttinu og okkar pólitísku hugsjónum mest gagn. Þátttakan í prófkjörinu sýnir slagkraft Samfylkingarinnar í borginni og niðurstaðan er mikil endurnýjun í bland við reynslumeiri frambjóðendur. Flokkurinn hefur valið og nú tekur vinnan við. Ég mun að sjálfsögðu einnig halda áfram að gegna mínum skyldum sem borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar út þetta kjörtímabil samhliða kosningabaráttunni sem framundan er. Fram til sigurs – látum verkin tala!“ skrifar Heiða ennfremur. Samfylkingin Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Frá þessu greinir Heiða í færslu á Facebook rétt í þessu. „Ég vil þakka öllum þeim studdu mig í forvali Samfylkingarinnar um liðna helgi. Ennfremur vil ég þakka, frá mínum dýpstu hjartarótum, þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem störfuðu með mér í aðdraganda forvalsins. Þó að niðurstaðan hafi verið mér vonbrigði þá finn ég til mikils þakklætis fyrir allan stuðninginn, óteljandi símtöl, greinar og skilaboð frá félögum og vinum á liðnum vikum og dögum. Það er gott að eiga góða að og hvatning ykkar síðustu daga hefur snert mig djúpt,“ segir Heiða meðal annars í færslunni. Þá ítrekar hún hamingjuóskir sínar til Péturs Marteinssonar sem hafði betur en Heiða í baráttunni um oddvitasætið. Þá þakkar hún öðrum meðframbjóðendum sínum fyrir baráttuna og óskar öllum þeim sem tryggðu sér sæti til hamingju með árangurinn. „Eftir samráð og samtöl við mína nánustu, stuðningsfólk og samstarfsólk í okkar samhenta meirihluta í borgarstjórn hef ég ákveðið að þiggja það sæti sem ég var kjörin í. Það er niðurstaða mín að þannig geti ég best áfram unnið jafnaðarstefnunni, jafnréttinu og okkar pólitísku hugsjónum mest gagn. Þátttakan í prófkjörinu sýnir slagkraft Samfylkingarinnar í borginni og niðurstaðan er mikil endurnýjun í bland við reynslumeiri frambjóðendur. Flokkurinn hefur valið og nú tekur vinnan við. Ég mun að sjálfsögðu einnig halda áfram að gegna mínum skyldum sem borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar út þetta kjörtímabil samhliða kosningabaráttunni sem framundan er. Fram til sigurs – látum verkin tala!“ skrifar Heiða ennfremur.
Samfylkingin Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira