Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 26. janúar 2026 15:01 Nýskipaður félagsmálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson, mun á morgun, þriðjudag, mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Þessi ákvörðun ráðherrans veldur miklum vonbrigðum og gefur tilefni til að rifja upp grundvallarstefnu Alþýðusambands Íslands í þessum mikilvæga málaflokki – og ekki síst að gagnrýna það alvarlega samráðsleysi sem hefur einkennt undirbúning málsins. ASÍ hefur margítrekað mótmælt þessum áformum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur m.a. með ítarlegri umsögn sem birt var í októbermánuði í fyrra. Frumvarpið kveður á um að bótatímabil verði stytt úr 30 mánuðum í 18 mánuði og að ávinnslutími réttinda lengist úr þremur mánuðum í 12 mánuði. Með fylgja afar óljósar og óútfærðar hugmyndir um vinnumarkaðsaðgerðir sem eru með öllu ófjármagnaðar. Það er ekki síst þetta síðastnefnda atriði sem veldur því að viðvörunarbjöllur hringja; reynsla verkalýðshreyfingarinnar af slíkum fyrirheitum stjórnvalda er í stuttu máli ekki góð. Vandræðalegar og samhengislausar tilraunir til að rökstyðja þau áform stjórnvalda að draga úr kostnaði með því að skerða einhliða réttindi launafólks eru því miður alltof kunnuglegar. Hornsteinar velferðar Atvinnuleysistryggingar eru einn af hornsteinum velferðarkerfisins. Þær eru ekki ölmusa heldur trygging sem launafólk greiðir af launum sínum í gegnum vinnumarkaðinn – trygging gegn tekjumissi þegar fólk missir starf sitt, oft með engum fyrirvara. Fyrir ASÍ hefur það alla tíð verið grundvallaratriði að þetta kerfi tryggi raunverulegt afkomuöryggi, styðji við virkni á vinnumarkaði og virði mannlega reisn. Frumvarp ráðherra boðar hins vegar breytingar sem ganga þvert gegn þessum markmiðum. Með því að stytta réttindatímabil, herða skilyrði og auka óvissu fyrir þá sem missa vinnuna er verið að veikja félagslegt öryggisnet á sama tíma og vinnumarkaðurinn tekur miklum breytingum og eykur óvissu í mörgum hópum launafólks. Breytingarnar sem frumvarpið kveður á um eru í senn félagslega skaðlegar og skammsýnar í efnahagslegu tilliti. Markvisst samráðsleysi Auk þess sem innihald frumvarpsins er beinlínis skaðlegt er það ekki síður aðferðin sem stjórnvöld beita við vinnslu þess og framlagningusem veldur miklum áhyggjum og er í sem stystu máli óboðleg með öllu. Verkalýðshreyfingin hefur ekki verið kölluð að borðinu með raunverulegum hætti. Það víðtæka og markvissa samráð sem eðlilegt er þegar ráðist er í breytingar á kerfi sem snertir lífskjör tugþúsunda heimila hefur ekki farið fram. Þetta er sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að atvinnuleysistryggingar eru órjúfanlegur hluti af heildarskipan vinnumarkaðarins og félagslega samningslíkaninu sem byggir á trausti og samvinnu aðila. ASÍ hefur ítrekað lagt áherslu á að breytingar á atvinnuleysistryggingum verði að byggja á greiningu, gögnum og sameiginlegum skilningi aðila vinnumarkaðarins á markmiðum kerfisins. Slíkt samráð er ekki formsatriði – það er forsenda þess að niðurstaðan verði réttlát, skilvirk og njóti samfélagslegrar sáttar. Þegar stjórnvöld velja að fara fram hjá verkalýðshreyfingunni er markvisst grafið undan því trausti sem íslenskur vinnumarkaður hefur byggt á um áratugaskeið. Alþýðusambandið hafnar þeirri nálgun að líta á atvinnuleysistryggingar fyrst og fremst sem útgjaldalið sem þurfi að skera niður. Þær eru fjárfesting í stöðugleika, félagslegu öryggi og virkri þátttöku fólks í atvinnulífinu. Sterkt kerfi atvinnuleysistrygginga styður við hraðari endurkomu fólks til starfa, dregur úr fátækt og minnkar líkur á langtímaatvinnuleysi. „Illa ígrundað, gallað og gerræðislegt“ Í fyrrnefndri umsögn ASÍ var fullyrt að frumvarpið væri „illa ígrundað, gallað og gerræðislegt“. Því miður stendur sá dómur enn. Þar var einnig bent á að líkur væru til þess að frumvarpið skilaði þveröfugri niðurstöðu við þá sem stefnt væri að; skert réttindi í atvinnuleysistryggingakerfinu muni leiða til þess að fólk færist yfir í önnur afkomutryggingakerfi t.a.m. fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og örorkulífeyriskerfið með tilheyrandi rofi á tengslum við vinnumarkaðinn og vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofunnar. Stjórnvöld virði grundvallarreglur vinnumarkaðar ASÍ hvetur félagsmálaráðherra til að hverfa frá þessu frumvarpi og hefja raunverulegt samráð við verkalýðshreyfinguna og aðra hagaðila. Umbætur á atvinnuleysistryggingum geta verið nauðsynlegar – en þær verða að vera til bóta fyrir launafólk og samfélagið í heild, ekki til að velta kostnaði yfir á þá sem standa höllum fæti. ASÍ bendir á, að bætur atvinnuleysistrygginga eru fjármagnaðar með gjöldum á atvinnulífið, gjöldum sem renna til atvinnuleysistryggingasjóðs í stað þess að renna í vasa launafólks sem hluti þess svigrúms sem kann að vera til kjarabóta. Einhliða breytingar á afkomutryggingum launafólks fela því í sér bein afskipti ríkisstjórnar af kjarasamningum á vinnumarkaði og munu óhjákvæmilega framkalla viðbrögð við endurskoðun og endurnýjun kjarasamninga. Enn má velja aðra leið. En þá þurfa stjórnvöld að virða þá grundvallarreglu sem íslenskt vinnumarkaðslíkan byggir á: að stórar ákvarðanir um lífskjör fólks séu teknar í samráði, ekki einhliða. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Félagsmál Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nýskipaður félagsmálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson, mun á morgun, þriðjudag, mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Þessi ákvörðun ráðherrans veldur miklum vonbrigðum og gefur tilefni til að rifja upp grundvallarstefnu Alþýðusambands Íslands í þessum mikilvæga málaflokki – og ekki síst að gagnrýna það alvarlega samráðsleysi sem hefur einkennt undirbúning málsins. ASÍ hefur margítrekað mótmælt þessum áformum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur m.a. með ítarlegri umsögn sem birt var í októbermánuði í fyrra. Frumvarpið kveður á um að bótatímabil verði stytt úr 30 mánuðum í 18 mánuði og að ávinnslutími réttinda lengist úr þremur mánuðum í 12 mánuði. Með fylgja afar óljósar og óútfærðar hugmyndir um vinnumarkaðsaðgerðir sem eru með öllu ófjármagnaðar. Það er ekki síst þetta síðastnefnda atriði sem veldur því að viðvörunarbjöllur hringja; reynsla verkalýðshreyfingarinnar af slíkum fyrirheitum stjórnvalda er í stuttu máli ekki góð. Vandræðalegar og samhengislausar tilraunir til að rökstyðja þau áform stjórnvalda að draga úr kostnaði með því að skerða einhliða réttindi launafólks eru því miður alltof kunnuglegar. Hornsteinar velferðar Atvinnuleysistryggingar eru einn af hornsteinum velferðarkerfisins. Þær eru ekki ölmusa heldur trygging sem launafólk greiðir af launum sínum í gegnum vinnumarkaðinn – trygging gegn tekjumissi þegar fólk missir starf sitt, oft með engum fyrirvara. Fyrir ASÍ hefur það alla tíð verið grundvallaratriði að þetta kerfi tryggi raunverulegt afkomuöryggi, styðji við virkni á vinnumarkaði og virði mannlega reisn. Frumvarp ráðherra boðar hins vegar breytingar sem ganga þvert gegn þessum markmiðum. Með því að stytta réttindatímabil, herða skilyrði og auka óvissu fyrir þá sem missa vinnuna er verið að veikja félagslegt öryggisnet á sama tíma og vinnumarkaðurinn tekur miklum breytingum og eykur óvissu í mörgum hópum launafólks. Breytingarnar sem frumvarpið kveður á um eru í senn félagslega skaðlegar og skammsýnar í efnahagslegu tilliti. Markvisst samráðsleysi Auk þess sem innihald frumvarpsins er beinlínis skaðlegt er það ekki síður aðferðin sem stjórnvöld beita við vinnslu þess og framlagningusem veldur miklum áhyggjum og er í sem stystu máli óboðleg með öllu. Verkalýðshreyfingin hefur ekki verið kölluð að borðinu með raunverulegum hætti. Það víðtæka og markvissa samráð sem eðlilegt er þegar ráðist er í breytingar á kerfi sem snertir lífskjör tugþúsunda heimila hefur ekki farið fram. Þetta er sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að atvinnuleysistryggingar eru órjúfanlegur hluti af heildarskipan vinnumarkaðarins og félagslega samningslíkaninu sem byggir á trausti og samvinnu aðila. ASÍ hefur ítrekað lagt áherslu á að breytingar á atvinnuleysistryggingum verði að byggja á greiningu, gögnum og sameiginlegum skilningi aðila vinnumarkaðarins á markmiðum kerfisins. Slíkt samráð er ekki formsatriði – það er forsenda þess að niðurstaðan verði réttlát, skilvirk og njóti samfélagslegrar sáttar. Þegar stjórnvöld velja að fara fram hjá verkalýðshreyfingunni er markvisst grafið undan því trausti sem íslenskur vinnumarkaður hefur byggt á um áratugaskeið. Alþýðusambandið hafnar þeirri nálgun að líta á atvinnuleysistryggingar fyrst og fremst sem útgjaldalið sem þurfi að skera niður. Þær eru fjárfesting í stöðugleika, félagslegu öryggi og virkri þátttöku fólks í atvinnulífinu. Sterkt kerfi atvinnuleysistrygginga styður við hraðari endurkomu fólks til starfa, dregur úr fátækt og minnkar líkur á langtímaatvinnuleysi. „Illa ígrundað, gallað og gerræðislegt“ Í fyrrnefndri umsögn ASÍ var fullyrt að frumvarpið væri „illa ígrundað, gallað og gerræðislegt“. Því miður stendur sá dómur enn. Þar var einnig bent á að líkur væru til þess að frumvarpið skilaði þveröfugri niðurstöðu við þá sem stefnt væri að; skert réttindi í atvinnuleysistryggingakerfinu muni leiða til þess að fólk færist yfir í önnur afkomutryggingakerfi t.a.m. fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og örorkulífeyriskerfið með tilheyrandi rofi á tengslum við vinnumarkaðinn og vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofunnar. Stjórnvöld virði grundvallarreglur vinnumarkaðar ASÍ hvetur félagsmálaráðherra til að hverfa frá þessu frumvarpi og hefja raunverulegt samráð við verkalýðshreyfinguna og aðra hagaðila. Umbætur á atvinnuleysistryggingum geta verið nauðsynlegar – en þær verða að vera til bóta fyrir launafólk og samfélagið í heild, ekki til að velta kostnaði yfir á þá sem standa höllum fæti. ASÍ bendir á, að bætur atvinnuleysistrygginga eru fjármagnaðar með gjöldum á atvinnulífið, gjöldum sem renna til atvinnuleysistryggingasjóðs í stað þess að renna í vasa launafólks sem hluti þess svigrúms sem kann að vera til kjarabóta. Einhliða breytingar á afkomutryggingum launafólks fela því í sér bein afskipti ríkisstjórnar af kjarasamningum á vinnumarkaði og munu óhjákvæmilega framkalla viðbrögð við endurskoðun og endurnýjun kjarasamninga. Enn má velja aðra leið. En þá þurfa stjórnvöld að virða þá grundvallarreglu sem íslenskt vinnumarkaðslíkan byggir á: að stórar ákvarðanir um lífskjör fólks séu teknar í samráði, ekki einhliða. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar