Sport

Djokovic fær frípassa í átta manna úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Djokovic hefur kvartað undan þreytu á síðustu stórmótum en getur ekki gert það í ár. 
Djokovic hefur kvartað undan þreytu á síðustu stórmótum en getur ekki gert það í ár.  Daniel Pockett/Getty Images

Lukkan er með Novak Djokovic í liði á Opna ástralska meistaramótinu í tennis, en ekki Jakub Mensik sem þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla.

Tvítugi Tékkinn Mensik er að glíma við einhver meiðsli í kviðnum og getur því ekki haldið áfram keppni.

Djokovic prísar sig eflaust sælan því síðast þegar þeir mættust, í úrslitaleik Opna meistaramótsins í Miami, vann Mensik með yfirburðum.

Serbinn er langsigursælasti tenniskappi sögunnar á Opna ástralska en hefur ekki komist lengra en í undanúrslit á síðustu tveimur mótum. 

Vandamálið hefur verið þreyta þegar líða fer á mótið, enda Djokovic orðinn 38 ára gamall, en nú fær hann kærkomna hvíld með því að sleppa sextán manna úrslitum. Hann mun svo mæta annað hvort Lorenzo Mussetti eða Taylor Fritz í átta manna úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×