Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar 24. janúar 2026 15:00 Lífleg umræða hefur skapast um skiptingu fæðingarorlofs milli móður og föður. Guðfinna Kristín Björnsdóttir læknanemi gerði athyglisverðan samanburð á stöðu mála á Norðurlöndum og færði rök fyrir því að íslenska kerfið þyrfti meiri sveigjanleika til að nýtast fjölskyldum sem skyldi. Vel kann það að vera rétt. Fleiri athyglisverðar hugleiðingar um þetta mál heyrði ég í vikunni í viðtali við Kristínu Kolbrúnu Kolbeinsdóttur foreldrafræðing. Hún hafði margt gott fram að færa þótt ég gæti ekki tekið undir allt. Kristín Kolbrún lagði í máli sínu áherslu á líffræðilegar ástæður fyrir því að samvera með ungbörnum henti mæðrum betur en feðrum og vísaði til rannsókna á því hvernig umönnun barna hefði áhrif á hormónabúskap karla og kvenna. „Testósterón lækkar hjá mönnum sem eru mikið heima í umönnun ungra barna,“ bendir hún meðal annars á, og bætir svo við: „og lágt testósterón leiðir að þunglyndi“. Ég hef svolítið aðra sýn á þetta mál og góða reynslu af mínu eigin feðraorlofi. Samt finnst mér í rauninni gleðilegt að sjá eðlishyggjusinna eins og Kristínu Kolbrúnu standa svona skýrt fyrir máli sínu á opinberum vettvangi. Sú var tíðin að róttæk mótunarhyggja var ráðandi afl í allri umræðu og þá oft umfram það sem vísindalegar forsendur gáfu tilefni til. Kenningar Freuds og fylgismanna hans voru lengi áhrifamiklar og var þá leitast við að skýra allt skapferli og hegðun fólks út frá félagslegri mótun – til dæmis hvers kyns áföllum í æsku. Á blómaskeiði þessarar stefnu á 20. öld var til dæmis útbreidd hugmynd að einhverfa orsakaðist af því að mæður sinntu ekki börnum sínum með nógu ástríkum hætti. Sem betur fer hefur verið undið ofan af röngum öfgakenningum af þessu tagi og meira jafnvægi náðst í sýn okkar á samspil erfða og umhverfis. Fólk fæðist með mismunandi eiginleika frá náttúrunnar hendi og munurinn á hegðun og skapferli kvenna og karla er ekki eingöngu afleiðing af félagslegri mótun. Það er því sannarlega ekkert að því að ræða málefni fólks og samfélags að einhverju leyti í líffræðilegu samhengi. En reyndar tel ég að fólk sem styður feðraorlof hafi ekkert að óttast í líffræðilegri umræðu. Við getum jafnvel leyft okkur að ganga þessa braut áfram í smástund og gert tilraun með að líta á mannskepnuna eins og hverja aðra dýrategund út frá sýn líffræðilegrar eðlishyggju. Hvað hefur slík sýn fram að færa um verkaskiptingu móður og föður? Samstarf kynjanna hefur mikið verið rannsakað í ólíkum dýrategundum og merkilegar uppgötvanir komið fram. Í dýrategundum þar sem mikill munur er á karldýrum og kvendýrum í stærð og öðrum útlitseinkennum er umönnun ungviðisins iðulega á forræði móðurinnar. Í dýrategundum þar sem karldýr og kvendýr eru lík og álíka stór gildir jafnari verkaskipting þar sem karldýrin leggja mikið af mörkum til að koma næstu kynslóð á legg. Við munum eftir duglegu keisaramörgæsunum þar sem faðirinn gætir eggsins á eigin spýtur í 70 daga án þess að nærast. Unginn klekst þá út, móðirin snýr aftur og foreldrarnir skiptast á að afla matar. Hjá keisaramörgæsum eru karldýrin og kvendýrin jafnstór og líta eins út. Hið nána samstarf þar milli móður og föður er því í samræmi við hin almennu lögmál. Mjög margar fuglategundir hafa samband kynjanna með þessum hætti en hjá spendýrum er hins vegar algengara að kynin séu ólík. En hvað með mannkynið? Jú, það sem er athyglisvert við okkur er að það er miklu minni munur á kynjunum í okkar dýrategund en hjá nánustu ættingjum okkar. Karlkyns simpansar eru um 30% þyngri en kvenkyns simpansar og hjá górillum og órangútan-öpum eru karldýrin yfir 100% þyngri en kvendýrin. En í mannkyninu er þyngdarmunur kynjanna ekki nema um 15%. Við höfum nýlega þróast í þá átt að kynin verði líkari og þá jafnframt í þá átt að faðirinn taki þátt í að koma ungviðinu á legg. Hvers vegna þróaði mannkynið með sér fjölskyldumynstur sem er sjaldgæft hjá spendýrum og ekki fyrir hendi hjá nánustu frændum okkar? Þetta virðist hafa gerst samhliða því að heilinn stækkaði og höfuðið með. Það er erfitt að koma stóru höfði gegnum fæðingarveginn og þess vegna fæðast börnin okkar áður en þau eru almennilega tilbúin að koma í heiminn. Mannabörn fæðast raunar svo ósjálfbjarga og þroskast svo seint að það er ekki á vísan að róa fyrir móðurina eina að koma þeim á legg. Þannig skapaðist þrýstingur á karlkynið í þróunarsögunni að leggja sitt af mörkum til barnauppeldis. Þetta varð til að efla föðureðli og ýta undir langtíma ástarsambönd. Þegar móðir og faðir voru farin að vinna saman að barnauppeldi virkuðu þróunarfræðilegir kraftar ekki lengur jafnólíkt á kynin og kynbundin tvíbreytni minnkaði miðað við skyldar dýrategundir. Nú hefur mannkynið auðvitað meiri getu en aðrar dýrategundir til að haga málum sínum út frá menningarlegum forsendum en ekki aðeins líffræðilegum. En jafnvel ef fólk vill leggja áherslu á líffræðilega sýn er hún vel samrýmanleg við að styðja fæðingarorlof fyrir feður. Sjálfur hef ég tvisvar verið í orlofi með ungbörnum og vel get ég trúað að móðir náttúra hafi þá stillt hormónabúskapinn af hjá mér miðað við þarfir þeirra daga. En hvað áhrifin á geðslagið varðar kannast ég ekki við annað en að hafa alla tíð haft innilega gleði af því að vera api sem sinnir ungviðinu. Höfundur er faðir og rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Sjá meira
Lífleg umræða hefur skapast um skiptingu fæðingarorlofs milli móður og föður. Guðfinna Kristín Björnsdóttir læknanemi gerði athyglisverðan samanburð á stöðu mála á Norðurlöndum og færði rök fyrir því að íslenska kerfið þyrfti meiri sveigjanleika til að nýtast fjölskyldum sem skyldi. Vel kann það að vera rétt. Fleiri athyglisverðar hugleiðingar um þetta mál heyrði ég í vikunni í viðtali við Kristínu Kolbrúnu Kolbeinsdóttur foreldrafræðing. Hún hafði margt gott fram að færa þótt ég gæti ekki tekið undir allt. Kristín Kolbrún lagði í máli sínu áherslu á líffræðilegar ástæður fyrir því að samvera með ungbörnum henti mæðrum betur en feðrum og vísaði til rannsókna á því hvernig umönnun barna hefði áhrif á hormónabúskap karla og kvenna. „Testósterón lækkar hjá mönnum sem eru mikið heima í umönnun ungra barna,“ bendir hún meðal annars á, og bætir svo við: „og lágt testósterón leiðir að þunglyndi“. Ég hef svolítið aðra sýn á þetta mál og góða reynslu af mínu eigin feðraorlofi. Samt finnst mér í rauninni gleðilegt að sjá eðlishyggjusinna eins og Kristínu Kolbrúnu standa svona skýrt fyrir máli sínu á opinberum vettvangi. Sú var tíðin að róttæk mótunarhyggja var ráðandi afl í allri umræðu og þá oft umfram það sem vísindalegar forsendur gáfu tilefni til. Kenningar Freuds og fylgismanna hans voru lengi áhrifamiklar og var þá leitast við að skýra allt skapferli og hegðun fólks út frá félagslegri mótun – til dæmis hvers kyns áföllum í æsku. Á blómaskeiði þessarar stefnu á 20. öld var til dæmis útbreidd hugmynd að einhverfa orsakaðist af því að mæður sinntu ekki börnum sínum með nógu ástríkum hætti. Sem betur fer hefur verið undið ofan af röngum öfgakenningum af þessu tagi og meira jafnvægi náðst í sýn okkar á samspil erfða og umhverfis. Fólk fæðist með mismunandi eiginleika frá náttúrunnar hendi og munurinn á hegðun og skapferli kvenna og karla er ekki eingöngu afleiðing af félagslegri mótun. Það er því sannarlega ekkert að því að ræða málefni fólks og samfélags að einhverju leyti í líffræðilegu samhengi. En reyndar tel ég að fólk sem styður feðraorlof hafi ekkert að óttast í líffræðilegri umræðu. Við getum jafnvel leyft okkur að ganga þessa braut áfram í smástund og gert tilraun með að líta á mannskepnuna eins og hverja aðra dýrategund út frá sýn líffræðilegrar eðlishyggju. Hvað hefur slík sýn fram að færa um verkaskiptingu móður og föður? Samstarf kynjanna hefur mikið verið rannsakað í ólíkum dýrategundum og merkilegar uppgötvanir komið fram. Í dýrategundum þar sem mikill munur er á karldýrum og kvendýrum í stærð og öðrum útlitseinkennum er umönnun ungviðisins iðulega á forræði móðurinnar. Í dýrategundum þar sem karldýr og kvendýr eru lík og álíka stór gildir jafnari verkaskipting þar sem karldýrin leggja mikið af mörkum til að koma næstu kynslóð á legg. Við munum eftir duglegu keisaramörgæsunum þar sem faðirinn gætir eggsins á eigin spýtur í 70 daga án þess að nærast. Unginn klekst þá út, móðirin snýr aftur og foreldrarnir skiptast á að afla matar. Hjá keisaramörgæsum eru karldýrin og kvendýrin jafnstór og líta eins út. Hið nána samstarf þar milli móður og föður er því í samræmi við hin almennu lögmál. Mjög margar fuglategundir hafa samband kynjanna með þessum hætti en hjá spendýrum er hins vegar algengara að kynin séu ólík. En hvað með mannkynið? Jú, það sem er athyglisvert við okkur er að það er miklu minni munur á kynjunum í okkar dýrategund en hjá nánustu ættingjum okkar. Karlkyns simpansar eru um 30% þyngri en kvenkyns simpansar og hjá górillum og órangútan-öpum eru karldýrin yfir 100% þyngri en kvendýrin. En í mannkyninu er þyngdarmunur kynjanna ekki nema um 15%. Við höfum nýlega þróast í þá átt að kynin verði líkari og þá jafnframt í þá átt að faðirinn taki þátt í að koma ungviðinu á legg. Hvers vegna þróaði mannkynið með sér fjölskyldumynstur sem er sjaldgæft hjá spendýrum og ekki fyrir hendi hjá nánustu frændum okkar? Þetta virðist hafa gerst samhliða því að heilinn stækkaði og höfuðið með. Það er erfitt að koma stóru höfði gegnum fæðingarveginn og þess vegna fæðast börnin okkar áður en þau eru almennilega tilbúin að koma í heiminn. Mannabörn fæðast raunar svo ósjálfbjarga og þroskast svo seint að það er ekki á vísan að róa fyrir móðurina eina að koma þeim á legg. Þannig skapaðist þrýstingur á karlkynið í þróunarsögunni að leggja sitt af mörkum til barnauppeldis. Þetta varð til að efla föðureðli og ýta undir langtíma ástarsambönd. Þegar móðir og faðir voru farin að vinna saman að barnauppeldi virkuðu þróunarfræðilegir kraftar ekki lengur jafnólíkt á kynin og kynbundin tvíbreytni minnkaði miðað við skyldar dýrategundir. Nú hefur mannkynið auðvitað meiri getu en aðrar dýrategundir til að haga málum sínum út frá menningarlegum forsendum en ekki aðeins líffræðilegum. En jafnvel ef fólk vill leggja áherslu á líffræðilega sýn er hún vel samrýmanleg við að styðja fæðingarorlof fyrir feður. Sjálfur hef ég tvisvar verið í orlofi með ungbörnum og vel get ég trúað að móðir náttúra hafi þá stillt hormónabúskapinn af hjá mér miðað við þarfir þeirra daga. En hvað áhrifin á geðslagið varðar kannast ég ekki við annað en að hafa alla tíð haft innilega gleði af því að vera api sem sinnir ungviðinu. Höfundur er faðir og rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun